Skinfaxi - 01.05.1913, Blaðsíða 8
40
SKINFAXI
mannlífsins elskar hann aS öllum líkindum
flestum mönnum fremur.
Tóbaksbindindisfélög eru hér bæði við
bændaskólann og lýðháskólann, einnig
flokkar í ungmennafélögunum hér og hvar.
Hreyfingin virðist koma frá æskumönnun-
um, og „ef æskan vill rétta þér örfandi
hönd, þá ertu á framtíðarvegi“ segir skáldiö.
Annars virðist sumir eldri mennirnir hér
hafa verið fráhverfir og mótstæðir ung-
mennafélögunum, sem verið hafa að rísa
upp á síðustu tímum, t. d. ekki viljað vera
með þeim í að byggja sér fundarhús, þótt
þeir hafi ekki átt neitt, en orðið að leigja
stofu hjá bónda, sem þeir varla komast
inn í á fundum sínum.
En nú virðist þetta vera að lagast t. d.
i Lundareykjadalnum eru bændur nú að
hugsa urn að byggja í félagi við ungmenna
félagið þar á næsta vori. Og eignast þar
með fundarhús sjálfir, um leið og þeir
styðja fátækt félag í lífsbaráttunni.
Hvort sem menn eru nú ungir eða gamlir,
vesalir eða voldugir, geta þeir þó eitthvað,
sérstaklega, ef þeir leggja saman, hvort sem
það er nú til að hrinda á braut óvinum
er skemma heilsu og fjárhag æskumann-
anna, eins og t. d. tóbakið, eða það er
eitthvað lil eílingar og stuðnings einstak-
lingum í lifsbaráltunni eða eitthvað „er
vor gamla grund, gæti munað lengi“.
V. G.
Félagsmál.
í þróttanámsskeið.
Þau fara nú mjög í vöxt á vegum U.
M. F. og eru satt að segja eitt vænlegasta
lífsmarkið í félagsskap okkar. Þau eru
stutt og því ódýr. Þeirra geta allir notið,
hve fótækir sem þeir eru; en ódýrleiki er
nú einusinni fyrsta krafan sem alþýðan is-
lenska verður að gera til alls þess, sem
Ædment á að verða. og kosta þarf til. Gagnið
•er hinsvegar verulegt ef vandað er til kensl-
unnar. Þau beina íþróttalöngun unga fólks-
ins á heppilegar brautir.
En félögin vantar tilfinnanlega kennara,
sem gætu gefið sig við íþróttakenslu tíma
úr árinu. Lang heppilegast væri, ef einn
maður úr hverri sýslu, upprennandi íþrótta-
rnaður, og þeir eru margir nú orðnir, vildi
taka sig til og stunda allskonar íþróttir
sem koma má við hér á iandi t. d. einn
vetur hér i Rvík, hjá fremstu mönnum
okkar i hverri grein. Að þvi búnu gætu
þeir orðið til hins mesta gagns með því
að starfa nokkurn tíma úr árinu fyrir U.
M. F., hver i sinni sýslu. Mönnum gerist
nú svo tíðförult til Rvíkur, að enginn hörg-
ull mundi á hæfum mönnum. Atvinnan
mundi vel geta borgað námskostnaðinn
sanngjarnlega.
U. M. F. Unnur djúpúðga
var stofnað fyrir 4 árum. Það hefir
fundarstað á bæ Unnar, Hvammi í Dölum.
Félagar ekki nema um 20; mótblástur
talsverður móti U. M. F. frá sumum eldri
mönnum sveitarinnar. Fél. heldur úti skrif-
uðu blaði, hefir málfundi við og við, hefir
látið flytja nokkra fyrirlestra, fengið dag-
sláttustóran blett i Hvammi. I vor á að
girða hann, gera þar leikvöll, fundarstað
með torfsætum, en gróðursetja tré og ís-
lenskar skrautjurti í rtokkrum hluta.
Félagið hefir mikinn áhuga á að koma
upp sundpolli á Laugum en getur það varla
eitt saman. Sótt hefir verið um sýslu-
sjóðsstyrk til að gera laugina, en nefnd sú
sem kosin var í málið hefir ekkert aðhafst.
TóbaksLindi.
3. apríl var stotnað tóbaksbindindisfélag
í Mentaskólanum. Félagar um 60, þar af
4 kennarar.
Stúkan Brú í Grímsnesinu heíir nýskeð
stofnað tóbaksbindindisílokk þar í sveit.
Víðar að berast fréttir um svipaða starf-
semi, einkum í sveitunum.
Félagsprentsmiðj an.