Skinfaxi - 01.07.1913, Blaðsíða 8
56
SKINFAXI
rc*iminimHinfc^»iiiiiiiiinii]irc'>ÍTTÍiinffimÍT<^
SKINFAXI
— mánaðarrit U. M P í. — kemur út i Reykjavík
og kostar 1 kr. árgangurinn, erlendis 1,50 kr.
RTTSTJÓRI:
Jónas Jónsson frá Hriflu.
Skðlavörðustig 35.
Afgreiðslumaður:
Bjarni Þ. Magnússon Skólavörðustig 6 B.
Ritnelnd:
Agúst Jósefsson, Guðbrandur Magnússon,
Tr. Þórhallsson.
Skóglendið er talið 45 hekt. (140,5 dagsl.)
að stœrð. Ef árlega væru grisjaðir 3
hektarar, yrði lokið við að grisja allan skóg-
inn á 15 árum. Lætur nærri, að það sem
fyrst er grisjað, muni vaxa á þeim tíma,
svo að byrja mætti aðra umferð. Þá ætti
líka að vera búið að gróðursetja í öll þau
rjóður, sem náttúran ekki ræktar af sjálfs-
dáðum. G. D.
Hitt og þetta.
Snilllngur
má hann sannarlega heita, útlendingur-
inn sem skrifaði greinina „Um Rangárvelli
og Fljótshlíð“ og birt var í síðasta Skin-
faxa. Svo glæsilega er greinin skrifuð og
slíkt er valdið yfir málinu. Og ritstjórinn
þurfti að laga tvær smávægilegar beyginga-
villur sagði hann! Slíku er ekki að venj-
ast um útlendinga, að þeir verði slíkir ís-
lenskumenn á jafnskömmum tíma. André
Courmont dvaldi hér tæp tvö ár, og hafði
litla tilsögn áður blotið. Nú er hann far-
inn heim. Island hlýtur að eigaþarhauk
i horni. Og hér heima ætti að verða meiri
fögnuður yfir einum Frakka sem svona kann
vel íslensku, en níutíu og níu Islendingum
jafnlærðum í frönsku. G. M.
íþróttamótiö að Þjórsárbrú
hepnaðist hvað best að þessu sinni.
Studdi að því hvorttveggja, meiri þátttaka
og gott veður. Keppendurnir voru 20, er
það mikið við það sem var í fyrra, en lít-
ið, þegar litið er til fólksfjöldans.
Skinfaxi hefir séð mynd af hópnum og
er Ifann glæsilegur, enda þeir menn þar á
meðal, sem mundu örðugir keppendur í
inargri íþrótt á íslenzku allsherjar íþrótta-
móti.
Kappglímuverðlaunin hlaut Bjarni Bjarna-
son frá Auðsholti en fegurðarglímu Ásgeir
Eiríksson frá Stokkseyri. Sigur í hástökki,
langstökki og 100 stika hlaupi, hafði Skúli
Ásgústss. frá Birtingaholti, en á 800 st. hlaupi
Þorst.Þorstss. frá Eyvindart. Sund hefði ver-
ið þreytt, ef Þjórsá hefði ekki verið of lítil.
Hálft þriðja þúsund manns var þarna sam-
an komið, og mun það hvað mest fjöl-
menni á hérlendum sveitasamkomum; bend-
ir það til að vert sé að vanda til dagsins,
og er síður en svo að til einkis sé að vinna.
Bltasöfnunin.
Viðbót: U. M. F. Biskupstungna kr. 5,00,
U. M. F. Vorblóm kr. 5,00 og U. M. F. Egill
Skallagrímsson kr. 10,00, samtals 20 kr.
Alls nemur þá söfnunin kr. 140,10.
Til kaupenda Skinfaxa.
Af einhverju óskiljanlegu ólagi á póst-
flutningi vantar oft ýmsa kaupendur mörg
eint. i blaðið, sem þó eru send reglulega
frá afgreiðslunni. Við hefir borið að mörg
blöð hafa lent með póstskipunum til út-
landa í stað þess að fara með landpóst-
unum út um landið, og þá komið sum til
viðtakenda margra mánaða gömul. Kaup-
endur sem verða fyrir þvílíkri óreiðu eru
vinsamlega beðnir að láta afgreiðsluna
vita það sem fyrst, svo að hægt sé úr
því að bæta.
Munið
að snúa ykkur til afgreiðslu Skinfaxa
með alt sem lýtur að útsending blaðsins,
kaupbæti og greiðslu þess; en lil ritstjór-
ans um það eitl, sem viðkemur efni
blaðsins.
Félagsprentsmiðjan.