Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1913, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.07.1913, Blaðsíða 4
52 SKINFAXI Nokkuð er þegar brotið af þessu landi. — Reynir gróðursett 100 plöntur í kirkjugarði sóknarinnar. — Svarfdæla unnið 40 dagsverk að undirbúningi græðireits. — Tindastóll starfað að gróðrarstöð félagsins á Sauðárkrók. — Öxndæla ræktað nokkrar trjá- og blómplöntur í græðireit félagsins. I Austfirðingafjórðungi: U.M.F. Þór unnið að grisjun og gróður- setningu 40 dagsverk í Eiðahólma. Aðrar verklog’ar framkvæmdir. U.M.F. Afturelding, jarðeplarækt nokkur, bætti girðingu í kringum blett sinn og sléttaði 100 ferfaðma. — Baldur, jarðeplarækt. — Biskupstungna, tilraunir um jarð- eplarækt. — Borgarhrepps, girtur blettur kring- um skólahús hreppsins. — Gnúpverja, gróðrarstöðvargirðingin endurbætt. — Hvöt, goldin 5 heilsuhælisárgjöld. — Iðunn, hlutavelta haldin fyrir hús- gerðarsjóð. — Stokkseyrar, lestrarfélag Stokkseyr- ar er undir stjórn félagsins. í Norðlendingafjórðungi: U.M.F. Akureyrar, unnið að leikvallargerð, svæðið girt og talsvert sléttað, 300 kr. fjárframlag. — Framsókn, gerð sundlaug á árun- um 1911—’12. — Svarfdæla, vinna við samkomuhús félagsins. — Tindastóll, sýndir sjónleikar. Jóla- glaðning fyrir fátæklinga i kaup- túninu. í Austfirðingafjórðungi: U.M.F. Valur heyjaði. Hvað stingur þá helzt í augu við lestur þessa yfirlits? — Það, að félögunum á Aust- urlandi hefir fækkað, sum þeirra eru dauð, en sum hafa skotist undan merkjum sam- bandsins. Hvað veldur þessum feikna mun á félögunum í landsfjórðungunum ? Er unga fólkið svona ólíkt? Er þörfin svona misjöfn ? Eða legst félagslyndi og fram- faraviðleitni svona misjafnt í héruð? Þetta er umhugsunarefni. - Á Vestfjörðum eru félögin með góðu lífi, þó eigi gæti þess mjög hér. Þaðan vantar skýrslur og mun þeim eigi um að kenna. A Norðurlandi fjölgar ekki félögum, era þau sem þar eru, virðast standa föstum fótum. Verklegar framkvæmdir engu minni en áður, og er það góðs viti; skógræktin er almennust, og munu nú flest félög hafa lagt þar hönd að verki, eða vera í undir- búningi um það, en þar þarf að auka á- árlega. Þá eru íþróttirnar; í þeirra tölu hafa aukist á vegum félaganna „mín aðferð“, sldða- og skautaferðir, og er það góð við- bót. Sund og leikfimi i framför, en þa& eru öndvegisíþróttir og notadrýgstar, ef rétt er á haldið. Auk þessa, sem hér er talið og alt er verk einstakra félaga, hafa fjórðungssam- böndin sjálf gjört sitthvað er til gagns mætti telja, staðið fyrir íþróttakenslu, íþróttamót- um o. II. Og loks hefir sambandið sjálft haldið úti blaðinu, gefið út Skógræktarrit- ið, látið girða og vinna í skóglendinu sem því var gefið o. fl. — Það sem af er æfi Ungmennafélag- anna má heita að vel hafi vegnað. Era nú er að verjast erfðasyndunum, þróttleys- inu og stefnuleysinu! Það eru kraftaverk- in sem vinna þarf. Að halda í horfið og auka á framkvæmdir i öllum greinum, þa$ sé markið. Og margt bendir til að sú festa sé þegar komin í starfsemi félaganna, sem fái orkað þessu. G. M.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.