Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1913, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.07.1913, Blaðsíða 5
SKINFAXI 53 12. júní 1913. Blái og hvíti fáninn, óskabarn U. M. F. hefir átt nokkuð misjöfnum vinsældum að fagna í landinu. Um hann hafa staðið talsverðar deilur og fylgi hafði honum ekki aukist svo teljandi sé hin siðari ár, ut- an U. M. F. íhaldsfiokkurinn í Iandinu stóð sameinaður móti fánanum, og fáir voru svo bjartsýnir, að þeir ættu von á bráðri viðurkenningu hans um Iand alt. Enginn Islendingnr, hve vitur og snjall sem hann hefði verið, mundi hafa getað snúið mótstöðumönnum fánans til fylgis við hann. En ofbeldi danska varðskipsins við Einar Pétursson 12. júni s. 1. hefir gert þetta furðuverk. Menn fundu að þjóðin var óvirt um leið og fáninn. Sama dag hurfu dönsku merkin af fánastöngum j Rvík, og hefir haldist svo enn, að rnestu A Alþingi er engin veifa, þótt þingfundir séu, svo sem venja er þó til. Fjöldi manna, sem áður vóru ákveðnir mótsöðumenn blá- hvíta fánans, eru nú öruggir stuðnings- menn hans. Sama fréttist úr öðrum bygð- um á landinu. I þinginu er nú rætt um, hvort froistað skuli að fá íslenska fánann löggiltan og er gott, ef það tekst. En samhliða því hefir bólað þar á gamalli mein!oku,7jeíVn að vilja breyta gerð fánans, og taka ann- aðhvort þórshamar í feldi eða h'kja eftir merki Norðmanna. Þessi breyting er bæði óþörf og þar að auki hættuleg. Hún staf- ar líka frá fornum mótstöðumönnum fán- ans, sem ekki eru nógu miklir fyrir sér til að vilja viðurkenna, að þeir hafi haft á röngu að standa. Þeir bera fram, að fáni okkar sé of líkur merki Krítar og Grikklands. Héðan af ætti enginn ruglingur að stafa af Krít, þar sem hún er nú sameinuð Grikk- Iandi og sjálft gríska siglingarmerkiðermjög ólíkt fána okkar. Það er röndótt, hvítt og blátt með bláan og hvítan kross í einu horninu. En bláu hornreitirnir við þann kross eru allir jafn stórir. I raun og veru er því fáni Grikkja svo ólíkur okkar fána eins og mest má verða, og er sú áslæða á engu bygð. En stórhættulegt er að gera óvinafagn- að úr sigri okkar 12. júní, með að hefja óþarfar og ástæðulausar deilur um gerð fánans. Með þvi sundrum við kröftunum, gleðjum stór-Dani, og rekur þó engin nauð til að launa þeim þannig lögleysu þeirra og yfirgang. Aðalatriðið í þessu máli er nú að nota íslensita, bláhvíta fán- ann,nota hann alstaðar i landinu, því að það eigum við með. En hinir, sem ekki þola þann fána, ættu þó, vegna þjóðar sinnar, að láta vera að vekja deilur, og. spilla þannig góðu máli. J% j. Breyting á íþróttakenslu U.M.F. U. ,M. F. hafa ætíð og munu ætíð með- an þau eru á réttum kili hafa íþróttanám á stefnuskrá sinni. Hér í Sunnlendinga- fjórðungi hefir iþróttanámið verið tvískift. Ilin einstöku félög hafa mjög viða iðkað ýrnsar íþróttir upp á eigin spítur. Og hins vegar hefir fjórðungurinn sent íþróttakenn- ara til félaganna. Hann hefir haft stutt námskeið víðsvegar i fjórðungnum og verið mikil aðsókn. Þetta hefir að vísu alt gengið vel, en i seinni tið hafa þó heyrst raddir úr sveit- unum, að finna mætti annað fyrirkomu- lag, sem hafa myndi meiri árangur. Þeir vilja, að fjórðungurinn kosti á hverjum vetri námsskeið i Rvík til að undirbúa iþróttakennara. Þeir menn fari svo til átthaga sinna, kenni á námsskeiðunum hver í sinni sýslu. Og þar sem þeir búa að staðaldri innan um þá menn, sem þeir hafa kent, geti þeir haldið áfram að styðja þann vísi, sem þeir hafa gróðursett. Þessi aðferð hefir þann kost, að hún hjálpar sveitunum til að verða sjálfstæðari

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.