Skinfaxi - 01.12.1913, Qupperneq 2
90
SKINFAXI
á allskonar vinnu, sem gera þarf hér á
landi. Með honum eiga piltarnir að vera
hvern dag í 2—3 st. og fást við allskonar
gagnlegar smiðar úr tré, járni, leðri, steini.
Gætu lærisveinarnir þá smíðað fyrir sjálfa
sig ýmsa gagnlega gripi: skíði, skauta, bað-
ker, stafi, ferðaskrínur, en fyrir skólann
sleypt steina, gert borð og bekki, rúm,
legubekki, dýnur, báta, tjöld og ótal margt
annað, sem gagnlegt væri. Þegar voraði
mætti í skyndi reisa ný hús úr steyptu
steinunum, og gera að húsunum í þessum
vinnutímum. Væri svo haldið áfram vet-
ur eftir vetur, uns skólinn væri fullbygð-
ur, en það mætti telja, þegar komin væru
góð hús handa 50 nemendum, kenslustof-
ur, leikstofur og íbúðarhús handa starfs-
fólki skólans, og mundi undir hæfra manna
stjórn eigi þurfa nema 10 ár til að koma
slíkum skóla á fastan fót. Hann væri þá
eign hlutafélags, og sumir hluthafar starfs-
menn, en aðrir aðeins hlyntir hugmynd-
inni. Ef eigendurnir eru nú svo eigingjarn-
ir að vilja gera skólann að gróðastofnun,
þá er velgerð þeirra engra þakka verð, og
mundi launuð að verðleikum. Enginn ein-
stakur maður má binda stofnanir, sern
geta orðið langlífar, við sitt skammvinna,
líf. Jafnvel þó forgöngumennirnir reynist
vel í öllu, fer oftast á aðra leið, er þeir
falla frá. Erfingjarnir hafa önnur áhuga-
mál; þeir líta aðallega á verðmæti arfsins
og skeyta lítt um hinn upphaflega tilgang.
Þjóðskóliuu eiga- I þessu efni verða stofn-
ast sjálfau sig. endurnir að sætta sig við
að fá fé sitt aftur smátt og smátt, með
vaxtavöxtum, en að láta þjóðskólann verða
efnalega sjálfstæðan, eiga sig sjálfan. Með
því er liann hafinn yfir mannlegt dægra-
flugulíf.
Þegar svo væri komið, yrði enginn vandi
að láta stofnunina lifa góðu lífi og standa
i skilum við hvern mann. Nú yrðu all-
mildar árstekjur: Húsaleiga frá nemend-
um talsverð, þótt taxtinn væri mun lægri
en i kauptúnunum. Kenslukaup nemenda
sem yrði að vera allhátt. Sá misskilning-
ur þarf að lagast að góð kensla kosti ekki
neitt fremur en andrúmsloftið; hún fæst
þvert á móti aldrei, nema að hún só vel
borguð, því að kennaravit er dýrt eins og
alt vit. Stundum mundi landið styrkja
eitthvað, en varla væri mikið gerandi úr
því. Að síðustu kærni Iandskuld af jörð-
inni frá kennurunum. Utgjöldin yrðu:
kaup kennaranna, umbætur á jörð og
byggingum, viðhald, vextir og afborganir
af láni, meðan stofnkostnaður væri að greið-
ast.
Með bæjarhúsum yrði að telja íbúðar-
hús handa kennurunum; ættu þeir að fá
þar leigulausan bústað, meðan þeir væru
starfsmenn stofnunarinnar en jörðinni væri
skift milli þeirra; hver hefði land til rækt-
unar og afnota. 011 framtíð sveitanna
byggist á ræktuðu landi, nýbýlum og véla-
vinnu. Stæði engum nær en þjóðskólun-
um, ef þeir kæmust á, áð ganga á undan
með góðu eftirdæmi.
Sveitalíf og Fyrir kennarana væri bú
sveitavinua. skapurinn lífsnauðsyn. Hann
Stjórn. gerði þeim unt að lifa við lág
laun, svo sem oftast mundi verða. Hann
væri verksvið fyrir atorku þeirra; hann
verndaði þá frá bölvun áreynsluleysisins
og hann héldi þeim i eðlilegu og lifandi
sambandi við framleiðandi hluta þjóðar-
arinnar, sem þeir ættu að menta.
Dagleg stjórn væri í mörgu besl komin í
höndum nemenda undir yfirumsjón skóla-
stjórans. Yfir skólastjóra og kennurum
væri nefnd kosin til all-langs tíma. Hún
markaði aðaldrættina í dagskrá stofnunar-
innar, réði starfsmennina, og hefði aðal-
fjárstjórnina á hendi. Mikill vandi er að
velja slíka nefnd, svo að „hún hugsi rétt
og vilji vel“, en að öllu samtöldu færi best
á, að gamlir, útskrifaðir nemendur réðu
sinni stofnun. Þeir einir hefðu atkvæðis-
rétt og kjörgengi í stjórnarnefndina, því
að sanngjarnt er að búast við, að þeim
væri hlýtt til stofnunarinnar, og væru öðr-