Skinfaxi - 01.12.1913, Page 3
SKINFAXI
91
um betur hæfir til að bera skyn á þarfir
alþýðunnar, og hagkvæmar endui'bætur,
sem breytingar tímans verða að liat'a í för
með sér.
Keuslan. Enn er ótalað um kensluna,
nema hina verklegu. Námstíminn getur
varla verið meira en tveir vetur, en helst
ættu vorin að fylgja með. Á þeim tíma
þarf að leggja grundvöll undir æfivinnu
mannsins; vinna að surnum hliðum alveg
til lilítar, en leggja undirstöðu á öðrum
sviðum og kenna að vinna. Alveg skil-
yrðislaus nauðsyn væri að byrja kensluna
með að rannsaka einstaklingseðli nemenda,
og halda þeim athugunum áfram sam-
hliða kenslunni; eftir því má raða i hópa
eftir innri skyldleika. Kennarinn reyndi þá
ekki að lemja höfðinu við steininn; treg-
gáfuðum mönnum væri ætlað minna bók-
nám en skýrleiks mönnum. í stað þess
fengju þeir meiri kenslu í vinnu eða iþrótt
um, og mundi það þá nær skapi þeirra,
þvi engum er alls varnað. En jafnvel þeir
menn, sem minna lærðu um hugræn efni,
af þvi að það væri móti eðli þeirra, myndu
samt verða betri og skýrari félagsmenn við
að taka starfandi þátt í fjölbreyttu skóla-
lífi.
Onnur höfuð umbót, sem taka mætti til,
væri að nema sem mest með að vinna
það, og hin þriðja að Iáta kenslugreinarn-
ar mynda náttúrlegt kerfi, þar sem hver
grein veitir annari stoð eins og hönd hendi
eða fótur fæti.
í stað hinna mörgu bóklegu tíma, sem
nú tíðkast í skólum, ætti að fækka þeim
að mun, en heimta heimavinnu í bóka-
safni, og það yrði stofnunin að leggja til.
Tvö mál yrði að kenna vel: móðurmálið
og ensku ; islenskuna með því, að allir lesi
með athygli sem mest af því sem vel hef-
ir verið ritað á íslensku, þá nokkra mál-
fræði, og gerðar síðan margar ritgerðir í
öllum þeim fræðum sem numin eru. Ensku
yrði að kenna svo vel, þegar hinn fýrri
vetur, að neniendur gætu lesið fræðibæk-
ur og skáldskap á því máli. Mundu lestrar-
fúsir og fróðleiksgjarnir menn síðan á-
valt nota ensku til þekkingaraðdrátta ut-
an úr heimi, en móðurmálið til yndis og
gleðiauka heima fyrir.
Námsgreínar í flestum skólum eru mjög
sundurlausar, í stað þess að þær ættu að
mynda eðlilegar heildir. Eitt hið glögg-
asta fræða-kerfi er það, sem kent er við
franska spekinginn Comte. Eru þar stund-
uð í eðlilegri röð sýnileg, sálar- og félags-
leg fyrirbrigði. Fyrst er numið um stjörn-
ur himinsins, uppruna þeirra, hreifing, afl
og eðli, þá um jörðina og sögu hennar,
uni dýr og jurtir eða lífið á jörðinni. um
sálarlif skynsemi gæddra vera, en að sið-
ustu um félagssamböndin, frá þvi hinir
tveir fyrstu samverkamenu ruddu steini úr
götunni. Það er félagsfræðin, sem nú er
að myndast, og framar öðrum fræðum
gefur glöggan skilning á borgaralegu lífi,
sögu þess og eðlilegri framþróun.
Mjög mikið mælir með þvílikri kenslu.
Húu gefur heildarsýn yfir náttúruna; hún
veitir ábyggilegan reynsluforða; hún sann-
færir um gildi og tilveru náttúrulaganna,
líka i mannlegum efnum, þar sem erfið-
ast er að verða þeirra var; hún æfir í að
hugsa um hugræn efni sem er lífsnauð-
syn nú á dögum. Fyrir skort á heppi-
legri æfingu í að hugsa er fjöldi kjósenda
í öllum löndum sannnefnt kosnitigafé;
góðir menn heima fyrir, en í mannfélags-
málefnum herfang þeirra, sem hæst kalla
og ósvífnast.
íþróttlr. I öllu eðlilegu lifi hugsar mað-
urinn, vinnur og skemtir sér. Alt þetta
eiga þjóðskólarnir að hafa til að búa
undir lífið. Iþróttirnar gera gagn og gleðja
lika, bæði þá sem þær fremja, og hina
sem á horfa. Hér á íslandi mætti æfa
heimaleikfimi (Múller), gang, hlaup, suud,
stökk, skiða- og skautaferðir, glímur, knatt-
leiki, róður, sigling og skotfimi með byss-
um og bogum. Líkaminn er aldrei of
stæltur og þolinn, né of mjúkur og liðug-