Skinfaxi - 01.12.1913, Qupperneq 4
92
SKINFAXI
ur. íþróttirnar auka heilsu og hreystibrag,
gera menn kjarkmeiri og duglegri. Þær
eru vörn á móti margskonar spillingu og
freistingum, sem fjöldi unglinga fellur fyr-
ir á þroska-aldrinum. Iþróttir, skynsam-
lega æfðar, eru þvi eitt hið öruggasta ráð,
til að endurfæða beygða þjóð. —
Tveir vetur og tvö vor í slikum skóla
mundi vera stór atburður í æfi íslenskra
unglinga. Það mundi hjálpa þeim til að
taka föstum tökum á lífmu, til að glíma
við veruleikann eins og hann er, til að
geta orðið góðir borgarar í þessu landi við
íslensk kjör. Og það væri þó nokkurs vert.
J. J.
Um íslenska fánann.
Ný tíðindi hafa gerst i fánamálinu.
Konungur hefir úrskurðað, að ísland
skuli hafa sérstakan fána, sem nota megi
í landinu og landhelgi þess, þó að eins
sandiliða danska fánanum á stjórnarráðs-
húsinu.
Fánamál eru tilfinningamdl ogeigaaS
vera tilfinningamál. Engin þekking eða
lærdómur ræður i slíkum málum, þau hafa
víðara svið en það. Og þá er fánamálið
íslenska það auðvitað líka.
Og þessvegna höfum við Ungmennafélag-
ar getað átt svo ríkan þátt í fánamálinu
og getum ])að framvegis. Við erum ung-
ir menn, flestir, og eigum minni þekkingu
en eldri mennirnir. En þess gætir ekki í
þessu máli.
Aðalatriðið hér, er að eiga óbrjálaðar
tilfinningar um það, að vér séum sérstök
þjóð, og œtlum að vera það, þjóð, sem
ætlar að vinna sig það upp og áfram, að
hún verði þess í raun og veru makleg, að
heita sérstök og sjálfstæð þjóð.
íslenski fáninn er tákn sérstakra þjóð-
erniseinkenna, en hann hefir jafnframt
verið, er og mun verða tákn þeirra vona,
sem allir góðir Islendingar ala í brjósti um
framtíð landsins og fult sjálfstæði. Hon-
um hefir verið veifað sem tilvonandi fuíl-
veldisfána þjódarinnar, og tákni alls þess,
sem gert er til þess að áfram miði í þá
áttina.
Þess vegna virtist ekki tímabært að
hreyfa því á alþingi, að fáninn yrði lög-
helgaður. Líkurnar of litlar til þess, að
það næði fram að ganga, en alt minna en
fullveldisfáni fengið þá leiðina, verra en
ekki neitt.
Okkur var formlega ólöghelgaður fáni
nógur, hefðum við að eins notað okkur
hann.
En nú er komið sem komið er.
Konungurinn hefir sent okkur fána, að
vísu takmarkaðan. Látum það verða til
góðs eins. Hingað til höfum við ekki orð-
ið sammála um það, að við ættum að hafa
sérstakan fána. Vonandi verðum við það
nú. Danski fáninn fer íslendingum ver hér
eftir en hingað til. Notum þennan konungs-
senda fána í ríkum mæli. Okkur er ekki
síður unt að auka við gildi hans, en al-
ólöghelgaða fánans áður. Og þá fer ekki
hjá því, að á endanum verður settu marki
náð.
En eitt er í þessu máli, sem eftir er að
ákveða. Það er fánagerðin! En eins og
sakir standa, er „fánamáli íslensku þjóð-
arinnar" mikils um vert, að hún sé hin
sama og þess fána, sem brent hefir sig
inn í huga þjóðarinnar öll þau ár sem
liðin eru, síðan hafist var handa um það
mál, fáninn sem yljað hefir hugum manna
við meiri háttar tækifæri; fáninn sem Ung-
mennafélagar neituðu þingmönnunum um
að draga niður á Þingvöllum, þegar kon-
ungurinn var þar; fáninn sem þing og
þjóð hefir hvað eftir annað aðhylst; fán-
inn sem blakti í þúsundatali um land alt
á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar; fáninn