Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1913, Page 6

Skinfaxi - 01.12.1913, Page 6
94 SKINFAXI Á sjálft leikmótið verður frekar minst í Skinfaxa og öðrum blöðum, en því aðeins bœtt við að þessu sinni: Að menn hugleiði nytsemi hollra leika á líkamlegt og andlegt atgerfi manna. Áð menn taki þegar til óspiltra málanna um allar líkamsæfingar, eða haldi þeim áfram með enn meiri tápi en hingað til, og að menn láti á sjá, að ungmennafélög- in hafi verið starfandi á landinu um sjö Gestir í Reykjavík, Margir sveitamenn, sem koma til Reykja- víkur og dvelja þar um stundarsakir, munu fara þaðan aftur án þess að sjá þá staði og þær stofnanir í bænum og nágrenni hans, sem mest er um vert og mestur fengur er að kynnast. Tilgangur minn með þessum línum er því sá, að minna þig, kæri félagsbróðir eða systir, sem kem- ur til Reykjavíkur snöggva ferð, á nokkra staði, sem þú verður að sjá áður en þú ferjúr bænum aftur. Reykjavíkurbúi mundi að sjálfsögðu vera betri leiðsögumaður. En félagar okkar i U. M. F. R. og Iðunn, oiga annríkt, og fyrst ekki er á öðru völ, vona eg að mín leiðsögn sé betri en ekki. Fyrst skulum við skoða Gróðrarstöðina. Hún er við Laufásveg; skamt fyrir sunnan Laufás. — Frá Laufási er fögur útsjón yfir mikil og frjósöm tún, sem Þórhallur biskup hefir grætt upp úr móum og mýri. Er þar gott og þarft verk unnið. Nokkru sunnar með veginum er mikil bygging og vönduð: fjós Eggerts Briems frá Viðey; hýsir það 48 kýr. — Enn sunnar er Oróðrarstöðin; er margt merkilegt að sjá í henni ef við erum þar á ferð í júlí eða ágúst, þegar hún er í fullum blóma. Ef Einar Helgason er lieima, fylgir hann okk- ur um alla gróðrarstöðina, sem nú er orð- in all-víðáttumikil. Er ólíkt að sjá þenn- an bletl nú, hjá því sem var fyrir 10—20 árum; þá var þar stórgrýtisurð að ofan- verðu, en fúamýri að neðan, en nú er allt orðið ræktað og vaxið ýmislegum gróðri, sem Einar gerir tilraunir með; má sjá ýmislegt um árangur þeirra tilrauna í Búnaðarritinu, en annars eru þær lítið meir en byrjaðar enn. — Tíminn liður fljótt við þessa „húsvitjun", og seinast fer Einar með okkur í — „Ljónagryfjuna", og trúi eg ekki öðru en þér birti fyrir augum! Hygg eg að enginn, sem sá Ljónagryfjuna um miðjan júnímánuð síðastl. muni gleyma þeirri sjón. Fegri sönnun fyrir því, hvað íslensk mold getur framleitt, þegar henni er sómi sýndur, mun trauðla fáanleg Fyrir ofan Ljónagryfjuna er brekka, vaxin Ijómandi fögrum skógar-nýgræðingi birki, reyni o. fl. trjátegundum. — Nú er best að við förum suðnr í Skíða- braut því hún er skamt héðan. Hún liggur norðan i Eskihlíðinni, vinstra meg- m við Hafnarfjarðarveginn, allskamt frá „Gullmýrinni“, sem áður hét Vatnsmýri. Hér hafa ungmennafélagar í Reykjavík, karlar og konur, unnið mörg handtök, enda sér þess glögg merki. Ur stórgrýtis-urð hafa þeir byggt grjótveggi mikla, beggja megin við brautina, og Iagfærtmilli þeirra; er brautin sjálf í miðjunni, en hliðargeirana hafa þær notað til jarðeplaræktar og trjá- ræktar; héldu þeir þar m. a. fyrsta skóg- ræktardaginn sinn síðastl. vor og gróður- settu sæg af trjáplöntum. Ungmennafé- lögin í Reykjavík hafa hér þrekvirki með höndum, sem vonandi mun bera marg- falda ávexti i framtiðinni bæði í jörðinni og mönnunum! I þessa gullnámu mun æskulýður Reykjavíkur sækja niarga glaða stund, að sumrinu við holt starf í faðmi hlíðarinnar og að vetrinum við hraust- mannlega íþrótt á fleygiferð ofan af bengj- unni á brekkubrúninni, niður brekkuna — niður á jafnsléttu! En mein er það, að

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.