Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1914, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.09.1914, Blaðsíða 1
S&\w5ai\ 9. BLAÐ REYKJAVÍK, SEPTEMBER 1914. V. ÁR Sigurbraut. Allra augu líta þangað, sem hörmuleg- ast er til að sjá, á blóðvöllinn mikla, þar sem teflt er hið ægilega tafl um yfirráðin i heiminum nú um langa stund. Hvaðan kem- oft verður manni að ur skriðan? spyrja: „Hvar á blóðelfan upptök sín? Hvar eru þeir risatindar, sem óheillaskriðan mikla er runninfrá?“ Menn svara því misjafnlega. En þegar eg hugsa um þetta, dettur mér altaf í hug sama nafn og sami staður: Sigurbrautin í Berlín. Það er gata inni í miðri höfuð- borginni, gegnum fagran skemtigarð, skamt frá keisarahöllinni. Vilhjálmur II. hefir skírt strætið og prýtt það eftir sínum smekk og skaplyndi. Sigurhrautin er rudd heint gegn um skógarþyknið og skift sundur með trjáröðum í gangvegi, reiðstíga, og eggslétta jarðbiksborna akbraut, þar sem bifvagnarnir líða áfram létt og þytlaust eins og svanir svífi. En til beggja handa í skógarbrúninni standa skínandi hvítar marmaramyndir í beinum röðum, eins og varðenglar, sem verið hefðu vel tamdir á prússneska hermannavísu. Það eru for- feður keisarans, þeir sem hafa skapað Prússland, eða öllu heldur stýrt því, með- an það var að verða til. Bak við hvern þjóðhöfðingja er bogamyndaður marmara- bekkur með brjóstmyndum af tveimur helstu þegnum hvers höfðingja. Þannig standa Bismarck og Moltke eins og dverg- ar aftan við Vilhjálm keisara fyrsta. Alt er miðað við sigra og blóðsúthellingar. Vilhjálmur II. vildi tákna á sýnilegan og augljósan hátt verðleika forfeðranna og sína eigin stefnu. Hann gaf ógrynni fjár til að gera Sigurbrautina, lét gera lista- verkin „eftir pöntun“, og hirti um það eitt, að verkið gengi fljótt og væri stórmann- legt. Honum tókst eftir vonum. Fáir lofa snildarhragðið eða andagiftina í sig- urhrautarlistinni, en flestir fundu að strætið var eftirminnilegt og áhrifamikið. Að það var eins og sístarfandi hvatningarræða, vel fallin til að halda við og magna í þjóð- inni ofstopa og vigagorgeir. .. Við annan enda Sigurbraut- Sig-ursula. . ? Sigrurgyðja. arinnar stendur Bigursula; Sigurkrans. j)ag er geysimikill sívalur steinvarði, girtur gyltum fallbyssum. Þær tóku Þjóðverjar af sigruðum óvinum 1864 —71. En efst upp á súlunni býr sjálf sigurgyðjan, logagylt. Hún heldur á sig- urkransinum, reiðubúin að leggja hann á höfuð þess höfðinga, sem með nýjum blóð- fossum eykur sigurljóma keisaraveldisins. Og nú er stundin komin! Sigurinn hefir stígið ráðandi stéttum Þjóðverja lil höfuðs, eins og óholt en æs- andi vín. Hann hefir gegnsýrt þær. Hann hefir beint framþróun þjóðarinnar inn á brautir, sem fyr eða síðar, og líklega nú að ári, leiða hið mikla ríki til mestu óham- ingju. Þá mega Þjóðverjar taka undir með skáldinu: „Því braust eg frá sókn þeirra vinnandi vega, í vonlausu klifin um hrapandi fell“.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.