Skinfaxi - 01.09.1914, Blaðsíða 7
SKINFAXI
119
Þennan dag, sem var sunnudagur, var
veðrið gott, eins og þá hafði verið nokk-
urn tíma undanfarið, enda var það notað.
Fjöldi manna „gerði sér þá glaðan dag“
með því að fara þangað, til þess, að sýna
íþróttamönnunum tilhlýðilega virðingu og
athygli, og til þess „að sýna sig og sjá aðra“.
Var svo sagt, að fullar tvœr þúsundir
manna hafi þar verið samankomnar.
Stjórn Sambandsins hafði látið reisa
ræðupall á samkomustaðnum, vafinn þjóð-
litum Islands, og íslenskum fánum var
veifað yfir völlunum.
Mótinu var hagað mjög svipað og í fyrra
sumar, og má lesa um það í október og
nóvember blaði Skinfaxa 1913, eftir Bjarna
Ásgeirsson.
Um hádegi setti formaður Ungmenna-
sambands Borgarfjarðar, Páll Zóphónías-
son kennari, mótið með ræðu.
Kept var í íslenskri glímu, sundi, hlaupi
— bæði 100 og 500 stiku — og stökki.
I glímunni tóku þátt 15 menn, þrír frá
hverju þessara félaga: Brúnni, Dagrenn-
ing, Hauk, íslending og Reykdæla, en í
sambandinu eru alls 9 félög. Að þessu
sinni hafði íslendingur jafnbesta glímu-
menn og fekk því silfurskjöldinn fram til
næsta móts, en flesta vinninga hafði Jó-
hannes Erlendsson búfr. frá Sturlureykj-
um úr U. M. F. Reykdæla.
Kapp var allmikið í glímunum, en þó
við hóf. Áhorfendur veittu þeim mikla at-
hygli, létu þeir sig auðsjáanlega skifta það
nokkuru, hvernig þeim lykti, enda tókust
þarna fang-brögðum helstu og kunnustu
glímumenn héraðsins.
Sundið þreyttu 15 piltar og 3 stúlkur
frá sömu félögum sem áður eru nefnd,
að frátöldum „Hauk“, en að viðbættum
„Agli Skallagrímssyni“. Sundskeiðið var
200 stikur fyrir pilta, en 100 stikur fyrir
stúlkur.
U. M. F. Reykdæla vann sundið, hafði
besta sundmenn, og tljótastur sundmann-
anna var Þórður Erlendsson frá Sturlu-
reykjum, úr U. M. F. Peykdæla. En af
stúlkunum var íljótust Sigríður Iljartar-
dóttir frá Grjóteyri, úr U. M. F. íslending-
ur. Allmargir tóku þátt í hlaupum en þó
íleiri í þvi styttra. Á lengra hlaupinu var
fljótastur Karl Guðmundsson úr U. M. F.
íslendingur, en það styttra vann Jón Jón-
asson úr U. M. F. Hauk.
Ymsir höfðu orð á því, að þeir hefðu
vænst þess að sjá fleiri hlaup, enda getur
maður óneitanlega ætlast til þess af dala-
búum, sem flestir eru frá æsku vanir göng-
um og fjárgæslu, og hafa næg tækifæri til
að iðka þau, að þeir séu fúsir til að sýna
hversu fráir þeir eru.
I sambandi við þetta vil ég megabeoda
ungmennafélögunum á það, hvort þau
mundi ekki geta stutt að því, að farið
væri að iðka handahlaup aftur. Þeir munu
nú orðir örfáir sem það kunna, en var
áður miklu tíðara. Athugið það, félagar
góðir!
Bjarni Ásgeirsson frá Knarranesi fluttí
snjalt erindi, geðjaðist mönnum það mjög
vel, bæði að efni og orðfæri. Æskilegt
væri að sú ræða kæmi í Skinfaxa.
Ráðgert hafði verið að fá þá dr. Guðm.
Finnbogason og skólastjóra Sigurð Þór-
ólfsson til þess að flytja þarna ræður, en
af því gat ekki orðið vegna ófyrirsjáan-
legra orsaka. —
Síðast um daginn var dálitið dansað.
Endrum og sinnum höfðu verið sungin
ættjarðarljóð og fleira, þá er hlé var á
íþróttum o. s. frv.
Menn Iétu vel yfir samkomunni, fóru
glaðir heini til sín með nýjar hugmyndir
og ný áhugaefni, og tóku aftur við hvers-
dagslegu störfunum ánægðari en áður.
Margir létu í Ijósi þá skoðun sína, að
þessi árlegu íþróttamót væru nauðsynleg,
bæði til þess að halda við og efla íþrótta-
áhugann og svo til þess, að kunningjar og
vinir úr fjarlægum sveitum geti fundist og
talast við. Eger þess viss, að menn mundu
sakna þeirra, ef x ið þau væri hætt.