Skinfaxi - 01.09.1914, Blaðsíða 2
114
SKINFAXI
Þýsk rniimis-
merki.
Hvar sem farið er um á
Þýskalandi hvæsir ofstopa-
fullur herskapargorgeirinn móti manni úr
athöfnum stjórnendanna. Á Sigursúlu og
Germaníumyndinni í Niederwald við Rín,
til að nefna tvö frægustu minnismerkin,
eru viðhjóðslegar myndir úr síðustu styrj-
öldum Þjóðverja. Þar er verið að riða
niður særða óvini, eða þeir sýndir niður-
lútir og skjálfandi að gefast upp og ganga
á hönd Bismarck. Sumstaðar eru opinber
söfn þar sem eru sýndir helstu vigvellir
Moltkes. Alt sést nákvæmlega: Lands-
Iag, ár og vötn, skógar, borgir, herfylking-
arnar og jafnvel fallbyssurnar. Gjósa þær
á ákveðnum tímum reyk yfir vigvöllinn til
að gefa sem besta hugmynd um mann-
slátrunina. Þó er þetta smáræði eitt hjá
því, sem skólarnir gera. Kennararnir eru
fyrirrennarar herforingjanna. Allur agi
þeirra er harður og nákvæmur og að her-
manna sið. Börnin ganga, sitja og lesa
eins og hermenn. Yfirleitt eru skólarnir
fullkomnir að öllum úthúnaði og aðferðum.
Og hörnin um fermingu eru fróðari þar
en í flestum öðrum löndum. En það er
einhver herskólabragur á öllu uppeld-
inu og stjórnin blandar sér i alt. Eg
heyrði einn kennara i sögutíma segja frá
skilnaði Vilhjálms II. og Bismarcks og skýra
rangt frá og villandi, til lofs keisaranum.
Á eftir sagði hann mér, að kennarar mættu
til i þessu efni að hlýða skipunum frá
hærri stöðum. Slikt uppeldi er góður und-
irbúningur til að meta þær skýrslur, sem
stjórnin þýska gefur nú þjóð sinni.
Máttur er Og hvað eru þó minnismerkin
réttur. málverkin og kensluáhrifin i
samanburði við æsingabækurnar þýsku?
Þar hefir gorgeirinn náð fullum blóma.
Sigurvíman fer illa með dómgreind manna.
Jafnvel Danir, sem annar-i eru venjulega
óheppnir í styrjöldum, urðu svo dramb-
samir af framgöngu sinni í fyrra Slésvík-
urstríðinu, að þeir töldu einn Dana hæg-
lega geta lagt að velli þrjá Þjóðverja. Á
Þýskalandi var af meira að miklast, enda
hafa ekki verið spöruð stóru orðin. Ágætir
sagnfræðingar eins og Mommsen Trei-
tsche og ótal fleiri hafa heimfært upp á Þjóð-
verja orðtæki Bismarcks: „Máttur er rétt-
ur“. Það sem menn geta með ofbeldi
hrifsað, og haldið, það eiga þeir. Með öðr-
um orðum : Ekkert réttlæti er til, nema
vald hnefans.
Þeim hér á landi, sem ekki skilja, hvað
Þjóðverjar hafa gert við Löwen, við dóm-
kirkjuna í Reims, við ótal borgir í Belgíu
og Frakklandi, þeim sem eru svo blindir,
að óska sigurs þeirri þjóð, sem níðist á
sínum skjólstæðing og hlær að gerðum
samningum um leið og hún brýtur þá,
þeir ættu að kynna sér það, sem Þjóðverj-
ar segja sjálfir um, hvernig heyja beri styrj-
aldir. Skömmu áður en stríðið byrjaði,
kom út bók eftir þýskan ofursta, Kætt-
schau að nafni. Bókin heitir: Nœsti
ófriður milli Frakka og Þjóðverja. Þar
segir: „I stríðinu er ekki til nema eitt
meðal, aflið. Því á að beita til að eyði-
leggja, særa og drepa. Að nota hervaldið
út í ystu æsar er hin eina rétta aðferð.
Þjóðarétturinn, sem friðarvinirnir stagast
einatt á, hindrar ekki herforingjana svo
að teljandi sé, frá að gera það, sem þeir
telja málstað sínum gagnlegt (sbr. kirkju-
brennurnar). I ófriði eru allar hugmyndir
um mannkærleika og mildi ekki einungis
mikil heimska heldur einnig háskalegasta
skaðræði. Heiftin og grimdin í styrjöldurn
þurfa engin takmörk að hafa.“
Annar þýskur herfræðingur segir:
„Það að siðaðar þjóðir flá nú ekki höf-
uðleðrin af sigruðum mönnum, eða eta ekki
fangana; að þær brenna ekki borgir og
þorp og eyða öllu, sem verður á vegi
þeirra, er hreint ekki af manngæsku, held-
ur af því, að það er gróðavænlegra að fá
lausnargjald fyrir hertekna menn, og leggja
undir sig og hagnýta sér sigruðu lönd-
in'u Og um takmarkið segir hann: „Gleym-
um ekki skyldu okkar við menninguna.