Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1915, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.08.1915, Blaðsíða 3
SKINFAXI. 91 sýslum, en vanrækja alla hina hluta lands- ins, þar sem auðið er að koma samgöng- unum í viðunanlegt horf með tiltölulega litlum tilkostnaði. Bending til Eimskipafélagsstjórnarinnar. Bráðum kemur að því að gerð verða reikningsskil fyrir fyrsta starfsár Eimskipa- félagsins og ef alt gengur slysalaust má íbúast við verði einhver ágóði. Það verð- ur mikið og erfitt verk að koma þeim smáupphæðum til hluthafa, eins og sam- göngur okkar er nú háttað. Nú vil eg ileyfa mér að benda á eina leið út úr þessu rentumáli, sem mundi verða bæði hluthöf- um og félaginu til góðs. Og leiðin er sú, að stjórn Eimskijtafélagsins hafi einskonar sparisjóð, sem hluthafar megi ávísa vöxt- unum í, og jafnótt og vextirnir ná þvi að samsvara einu hlutabréfi, þá innleysi fé- iJagið þá upphæð með nyju hlutabréfi. — Áreiðanlega mundu fjöldamargir hluthafar nota sér þetta úrræði, ef til væri. Það væri flestum útláta laust, þótt þeir fengi •ekki vextina í árlegan eyðslueyri. Og fáir eða engir lögðu fram hlutafé til að græða fé beinlínis. En ef miklu af vöxtunum væri varið í ný hlutabréf, þá væri það ■mikill og tryggur tekjuauki fyrir félagið. Yitaskuld er ætlast til að þeir sem vildu gætu fengið smá vexti heimsenda. J. Á. Heima og erlendis. Stjóruarskráin. Ekki skal farið út í það mál hér, hvort aðferðin við staðfestingu stjórnarskrárinn- ar hefir verið réttmæt eða ekki. En á bitt má líta, að breytingin gefur mjög mörgum mönnum borgaralegan rétt, sem áður stóðu höllum fæti í þjóðfélaginu. Fyr var álitið að alt kvenfólk og allir vinnu- menn væru óhæf til að hafa atkvæðisrétt um landsmál, en nú er þetta haft afnum- ið og það baráttulítið. Kvenfólkið má fremur þakka þennan sigur þeirri rótgrónu óbeit sem íslendingar hafa á þvi að vera álitnir afturhaldsmenn fremur en þeirra aðgerðum, því að þær mega ekki miklar heita. En þar sem allur landslýður hefir nú rétt til að fjalla um landsmál, þá er hitt hendi næst, að læra að fara vel með hnossið, og er karlmönnunum þar eigi siðnr áfátt en konunum. Sjálfsagt liggur nú foringjum þjóðarinnar þyngst á hjarta, að úr þessu verði bætt. Þríliti fáiun. Enginn aufúsugestur er hann okkur ungmennafélögum. Hann er engin réttar- bót, því að við gátum haft hvern þann fána sem við vildum [og ekki var eign annarar þjóðar. Engin verðung var að hafa nokkurn fána á opinberum bygging- um, og ekki er danafáni lögboðinn þar fyr en ef það er nú. Og óeðlilegt er að þegar við höfum nú svofeldan islenskan fána, þá er hann yfirleitt í óþökk fána- vinanna, og helst notaður af þeim, sem hingað til hafa vafið sig í dönsku litunum, bæði í tíma og ótíma. En þó þessi ný- fengni fáni sé illa tilkominn, engin réttar- bót, og að sömu leyti afturför frá því, sem áður var, þá er hann þó löggiltur hér á landi, og óráðlegt vegna komandi kynslóða að halda fram hinum gamla fána okkar. Nóg rnunu jafnan deiluefnin reynast með Islendingum. BannlSgrin. Margir menn, einkum í sveitum, hafa snúist til fylgis við bannlögin siðan þau gengu í gildi. Jafnvel gamlir drykkju- menn eru þakklátir fyrir að geta ekki náð í óheilladrykkinn, og ýmsir aðrir ekki voru

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.