Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1915, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.08.1915, Blaðsíða 6
94 SKINFAXI um. Hlutskarpastur varð Águst Andrés- son í Hemlu (N.) meS 7 vinninga, og næst- ir Magnús Gunnarsson í Hólmum (D.) með 6 vinninga og Sighvatur Andréss. í Hemlu (N.) með 5 vinninga, Kapphlaup, 100 metra. reyndu 4 menn. Fljótastur var Sighvatur í Hemlu og rann hann skeiðið á 14 sekúndum. í hástökki með tilhlaupi keptu 5 menn. Þar voru þeir Magnús í Hólmum og Sig- hvatur í Hemlu jafnsnjallir, og stukku þeir 1 m. 47 cm. hátt. Langstökk með tilhlaupi reyndu 6 menn. Fremstur var Guðmundur Guðmundsson á Bryggjum (D.) 5 m 60 cm. Fleiri íþróttir voru ekki sýndar. Eftir sundið hélt séra Þorsteinn Bene- diktsson ræðu um sundlistina; áður en glíman hóst setti formaður „Dagsbrúnar“, Tyrfingur Bjarnarson á Bryggjum, sam- komuna með ræðu og eftir glímuna talaði séra Þorsteinn Benediktsson fyrir minni Islands. Að íþróttunum loknum flutti Sig- urður Vigfússon á Brúnum ræðu um í- þróttir íslendinga að fornu og nýju. — Sungið var allmikið, og að lyktum dansað nokkra stund. Veður var gott, lyngt og hlýtt, en sólar- lítið. Mótið fór hið besta fram og var fjölment. S. V. Frá félagsmönnum. Ásgeir Ásgeirssou úr Reykjavík Iauk í vor guðfræðisnámi við háskólann með mjög góðri einkunn. Ilann hefir verið sundkennari í Vestmann- eyjum nú í sumar. Baguar Ásgeirsson garðyrkjumaður, bróðir Ásgeirs, hefir numið garðyrkju í Danmörku og starfað í sumar við gróðrarstöðina í Reykjavík og víðar í bænum. Með haustinu gerir hann ráð fyrir að fara til Noregs og halda þar áfram að nema fræði sín, telur líklegt að þar megi fleira læra, sem beinlínis má nota á íslandi. Björn Gnðmundsson frá Eyri í Flókadal fór til Bandaríkj- anna í vor setn leið með Gullfossi og ætl- ar að dvelja þar næstu ár, vinna fé og fremd að fornum sið og leita síðan heim. Bróðir hans einn var áður kominn vestur í sömu erindum. Það er mjög eftirsókn- arvert, frá sjónarsviði okkar sem heima sitjum, að ungt og myndarlegt fólk héðan af landi fari vestur, og komi síðan aftur með fé og kunnáttu, en einkum ineð meiri kjark og framsóknarþrá. Eina hættan að Amerika verði sterkari en Frón. Mundi þó varla þurfa að kviða því, efgreittværi fyrir landnámi á Islandi. Björn Jakobsson er með Svíum í sumar og lætur hið besta yfir förinni, og þykir eigi ofsögum sagt af íþróttafærni Svíanna. Er auðheyrt að honum þykir sem mál og menning Svía muni standa okkur nær og verða okkur hollari en dönsku áhrifin. Hefir hann gert ráðstafanir til að greiða götu sænskra bókmenta á íslandi og verður siðar vikið að því í þessu blaði. Kristjáo Sig-urðssou trésmiður í Reykjavik, sem mörgum er kunnur úr U. M. F. R., flutti í vor búferl- um til Akureyrar. Hann er þjóðhagasmið- ur og leggur gerva hönd á margt. En því er þess getið hér, að hann hefir í hyggju að kynna sér í vetur skíðagerð JSiorðmanna, í því skyni að geta síðan smiðað jafngóð skíði handa íslendingum en selt þau ódýrari. Kristján er ágætur ungmennafélagi, og má telja vafalaust, að félögin stórhagnist á að eiga við hann bein skifti um skíðakaup. Þegar þar að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.