Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1915, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.08.1915, Blaðsíða 4
92 SKINFAXI vínneytendur en þó hlyntir víni, sjá að þau gera gagn. Stórmikill munur var í vor að sjá sjómenn skrásetta eða vant var, þvi að þá hefir oft mátt sjá sorglega sjón þar sem fullorðnir menn hafa verið viti sínu fjær, en þó að undirrita ábyrgðar- mikla samninga. Dálítið brotið í kaup- túnunum, en á því má ekki taka of hörð- um höndum i fyrstu, fremur en gert var um leyfar heiðninnar fyrst á eftir kristni- tökunni fyrir níu öldum, því að bannlög- unum er sigurinn vís eins og kristninni þá. Og ekki mun Bakkusi mikill styrkur að kvenþjóðinni sem nú hefir fengið borg- ararétt. Metri bækur. Merkur Hafnar-Islendingur hefir nýlega hreyft stórmerkilegu nýmæli, sem vonandi fær góðar viðtökur í landinu. Sú er til- laga hans, að hér verði stofnað dálítið fé- lag til að gefa út á íslensku góðar og ó- dýrar bækur, frumsamdar og þýddar, fræði- rit og skáldsögur. Bækur þessar væru prentaðar í mjög stórum upplögum og seldar framúrskarandi ódýrt. Hinsvegar legði landssjóður fáein þúsund krónur á ári í fyrirtækið, því án þess gæti fyrir- tækið ekki staðist. Tillögumaðurinn býst við að þetta mundi halda við eða jafnvel örva lestrarfýsn almennings, sem er mjög mikil, og einhver besti kostur i eðlisfari' Islendinga. Bókasafn þetta gæti, ef því væri vel stjórnað, orðið að stórmiklu liðL Það væri nýtt og nijög frumlegt uppeldis- meðal. Skinfaxa er þökk á ef einhverir vilja ræða þessa hugmynd í blaðinu. Nýbýlaniálið. Það kom nokkuð til umræðu á síðasta þingi, en lenti nokkuð á afvegum, þó rétt sé að meta góðan vilja forgöngumannsinsr Jóhanns í Sveinatungu. Helst virðist vaka fyrir þingmönnum að gera kotbýli, hálf- gerð húsmensku-býli, með nokkru ræktuðu landi, en því nær engum úthaga. Efgras- býli þessi kæmust á, þá gætu landnem- arnir ekki lifað af þeirn einum. Þeiryrðu að sinna kaupamensku hjá efnabændum í sveitinni. Þetta skipulag hefir verið reynt ENSKUBÁLKUR. Tlie Destruction of Sennaclierib. By Lorcl Byron. And there lay the rider distorted and pale With the dew on his brow and the rust on his mail; And the tents were all silent, the banners alone, The lances unlifted, the trumpet unblown. And the widows of Ashur are loud in their wail, And the idols are broke in the temple of Baal; And the might of the Gentile, unsmote, by the sword, Hath melted Iike snow in the glance of the Lord. Full Senakeribs. Mntth. Joch. þýddi. Þar Iá riddarinn örendur, rammur og blár, með rekslegna gunnhlíf og helsveittar brár; þar stóð merki hvert mannlaust og herbúft hver hljóð og þar heyrðust ei Iúðrar né vísöngva ljóð. Og hátt gráta ekkjur í assúrskum lund sjá ölturu Baals er liggja við grund! Sjáið ofmetnað heiðingjans hníginn úr stól fyrir hátign vors Guðs eins og mjöll fyrir sól!

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.