Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1916, Page 1

Skinfaxi - 01.10.1916, Page 1
Úr gamalli ferðasögu. Þegar eg heyri, eða sé í riti, kastað Imiitum að ungmennafélögunum, detta mér alt af i hug fáein atvik, viðvíkjandi ferð, sem eg fór fyrir nokkrum árum til ungmennafélags eins á Suðurlandi. Eg var alls ókunnugur þar um slóðir áður, en kyntist í það sinn allmörgum eldri og yngri mönnum. Sveitin er talin í betra lagi, og fólkið sparsamt og vinnugefið. En meðal eldra fólksins var lítið um félags- skap, helst eiuhver þátltaka í óheilbrigðu kaupfélagi, sem slarfaði þar um slóðir, en annars varla nein önnur samvinna. I þessa sveit höfðu |>á fyrir nokkru komið fjár- glæfrumenn úr höfuðstaðnum, og flækt allmarga af bændunum í hættulegum ábyrgðnm, sem síðar hafa orðið þeim ílestum að falli. Drykkjuskapur var þar nokkur. Ekki svo að skilja, að bænd- urnir keyptu vín til muna sjálfir. En þeir voru helst til margir fúsir að dreypa á vasaglasi filisteanna, og }>að varð nóg til að gera þá örari og ótortrygnari gagnvart þeim hættulegu gestum. íeinuorði: Sveitin var fremur góð, en daglegt líf manna nokkuð þunglamalegt og á eftir tímanum. Svo kyntist eg ungmennafélaginu í sveit- inni. Það var mjög fáment, félagsmenn eitthvað milli 20—30. Talsvert var þar meira af ungu fólki í sveitinni. En ekki kom fleira i félagið af þvi að sumum þótti það of ófrjálst, að mega ekki drekka. En aðrir fengu ekki að vera með fyrir for* eldrum sínum eða yfirboðurum. Mér skildist samt, að félagið hefði náð til sfn ílestum þeim, sem einhver fengur var í, því að varla gat talist mikil eftirsjón í áhugalausa eða nautnasjúka fólkinu, sem barst með straumi gamallar venju. En það sem gerði mig undrandi, voru verk þessara fáu áhugasömu unglinga, sem í félaginu voru. Þ’élagið hafði bygt sér lag- legt og traust fundarhús, mest fyrir sam- skotafé innan félags og með sjálfboðavinnu. Konur jafnt sem karlar höfðu lagt fram sinn skerf, bæði til samskotanna, við að- flutning á efni, og við sjálfa bygginguna. Góður vilji og framtakssemi var hér alt, og gerði alt. Ufan um húsið var dálítill ræktaður blettur, inniluktur í traustri girð- ingu, lika verk félagsmanna. Mér er enn fyrir minni alúðin i orðum eins félags- manns, þegar hann var að tala um girð- inguna, um hjáverkavinnuna, sem til henn- ar hafði gengið, og um það, hvað enn þyrfti að gera við hana svo að vel væri. Eg vissi að maðurinn vann baki brotnu fyrir sínu heimili, bæði vetur og sumar. En því eftirtektarverðara var að sjá, að hann hafði líka nógan vilja og nógan tima til að vinna fyrir félagið sitt. Meðan fé- lagið var húslaust, átti það hvergi griða- stað. Þinghúsgarmur var i sveitinni, en hann hafði þótt félaginu of góður. En nú var úr því bætt. Félagið gat haldið sína fundi óátalið af öllum húseigendum í sveitinni. Þar voru lika haldnir opinberir fyrirlestrar, og tekið við utanfélagsmönn- um meðan rúm var til. Þar höfðu ungu

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.