Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.1916, Qupperneq 2

Skinfaxi - 01.10.1916, Qupperneq 2
114 SftlNFAXl. mennirnir úr félaginu glímufundi sína og a'irar sameiginlegar íþróltaæfingar. Þar var geymt bókasafn félagsins. Ekl i var það stórt en þó það eina sem til var í bygðinni. Sá vorhugur, sem kemur fram í starfi þessa félags, mun áreiðanlega verða mik- ils góðs rnegnandi síðarmeir. Þar sem lífskjörin hafa dregið fjör og framkvæmd- arþrótt úr eldri kynslóðinni, svo að bær- iuii er hrörlegur, túnið þýft, kálgarðsflög og opnar áburðargryfjur kringum bæinn, almsnnur félagsskapur allur i dái, en op- in leið inn að hjarta heimilisins fyrir glæfra- manninn, sem kemur með ábyrgðarskjalið í öðrum vasanum en brennivínspytluna í binum, er furðulegt að sjá slíka kvisti vaxa. En einmitt i þessu liggur framtíðarvon ís- lensku þjóðarinnar. Stofninn hefir stund- um hallasl og bognað undir þunganum, sem á hann befir fallið. En liann befir ekki brotnað, og þegar rofar til í lofti aft- ur, og hagur fólksins balnar, sýna verkin að fnrðumikill kjarkur er í íslendingum, þrált fyrir all, sem þeir bafa liðið á und- an förnum öldum. Það er vel farið ] ar sem unga fólkið befir í sameiningu unnið eins og hér er frá sagt. Bindindið hefir minkað vínnautn- ina. Samvinnan liefir æft hina ungu kyn- slóð í því vandasama verki, að ryðja í fé- lagi hindrunum úr vegi. Samstarfið hef- ir átt nokkurn þátt í að minka tortrygni og skaðlegan meting um smámuni milli nábúa. Fundir með ræðuliöldum, íþrótt- um, dansi og söng hafa glult fólkið, gert þvf Ijúfara að dvelja i sveitinni, og eflt það til manndáða. Og þar sem bókasafn ungniennafélagsins er hið eina almenna safn i sveitinni, er það eittbvert sjálfsagð- asta menningarspor. Svona er ungmennafélaginu háltað i þessari sveit. Og sem betur fer á það marga sína lika víðs vegar i landinu. Og þegar mólherjar félaganna vilja með rök- um gera litið úr starfi þeiri'a og framtið- argildi, þá verða þeir að sanna, að félög eins og það, sem hér er frá sagt, hafi lil lítils eða einkis lifað. En þeir sem að einhverju leyti hafa tekið þátt i starfi ungmnnnafélaganna á undanförnum árum, álíta að bestu dmmin sýni, hvað gera megi í framtíðinni. Þeir trúa því statt og stöðugt, að ungmenna- félögin eigi og muni verða föst uppeldis- stofnun i landinu, ef svo inætti að orði komast. Þar með er átt við, að í sem flestum bygöum og bæjum landsins verði jafnan starfandi félög, þar sem ungling- arnir fá verksvið fyrir áhuga sinn og æskukraft. Heilbrigðir æskumenn, konur og karlar, hafa löngun til að hreyfa sig. Handa þeim eru íþróttirnar, vel valdar og í hófi æfðar, allra besta læknislyfið. Flestir sæmilega uppaldir unglingar finna hjá sér þörf bæði til að fræðast og laka þátt i andlegri vinnu. Handa þeim er bókasafnið, umræðufundir og bandskrifað sveitablað æskilegt viðfangsefni. Við höf- um kraflinn, við vitum hér um bil hvert á að halda, og við vitum hver úrræði þarf að nota, til að grunnmúra ungmenna- félögin, svo að þau verði happasæll þáttur i viðreisnarbaráttu þjóðarinnar. t Björn Þórhallsson. Ungmennafélögin eru því ekki óvön að missa góða krafta úr sínum fámenna starfs- mannahópi. Það ber við árlega og oftar. En sem belur fer liggur leið þeirra flestra úti lífið, til aukinna starfa fyrir land og lýð. Og um það er ekki að sakast, þó að oft séu vandfylt þau skörðin. Hitt er sárara að verða að sjá að baki góðum félögum útí dauðann, ofani gröfina.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.