Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1916, Page 6

Skinfaxi - 01.10.1916, Page 6
118 SKINFAXI Á skíðum. Margir munu kannast við söguna um Arnljót gellini. Hann var ránsmaður og spellvirki og skíðamaður með afbrigðum. Einu sinni vísaði hann tveimur mönnum veg yfir fjöll. „Arnljótr réðst til ferðar með þeim. Steig hann á skíð ok váru þau hæði löng og breið. Eun þegar Arn- Ijótr laust við skíðageislanum, þá var hann þegar hvar fjarri þeim. Þá beið hann ok sagði at þeir mundu hvergi komast at svá búnu. Bað hann þá stíga á skíðin með sér; gerðu þeir svá. Stóð Þóroddr nærri honum ok hélt sér tveim höndum undir belti Arnljóts, enn förunautur Þór- odds hélt undir belti bonum. Skreið Arn- Ijótr svá hart sem hann væri lauss“. Fleslir Noregskonungar þeir er vér höf- um sögur af voru afbragðs skíðamenn. Sýnir það að skíðahlaup hefir ekki ein- göngu verið kotunga-íþrótt á þeim tímum, enda var því skipað á bekk með hinum göfugustu íþróttum þeirra tíma svo sem sundi og vígfimi. Skíðahlaup er líka ein- hver glæsilegasta íþrótt sem til er. Hér á landi eru skíöaferðir tíðkaðar nokkuð, en ekki sem íþrótt. Frá fornðld hefir þessi íþrótt alt af vecið einhversstað- ar vakandi í Noregi. Sérstaklega hafa Þelamerkurmenn verið orðlagðirskíðamenn. Voru jjeir allra manna fimastir og glæsi- legastir á skíðum. Nú er þessi íþrótt iðkuð um endilang- an Noreg og í hávegum höfð. Þar eiga allir skíði, ungir og gamlir, sælir og ve- sælir og þeir nota þau strax og fannirnar koma. Hér á landi er þessu nokkuð annan veg farið. Hér sjást menn því nær aldrei á skíðum, þótt undarlegt sé, þvi eg hygg menn varla þurfa að kvarta undan snjó- leysi, það nnin frekar vera áhugaleysi og framtaksleysi um að kenna. Það hefir sýnt sig að menn eru fæstir mjög gleði- vandir. Þeir eyða frístundum sínum frek- ENSKUBÁLKUK. The Slave in the 1>isina 1 Swaiiip. (A fragment) In the dark fens of the dismal swamp The hunted Negro lay; Ile savv the fire of the midnight camp, And heard at time-i a horse’s tramp And a bloodhound’s distant bay. A poor old slave, infirm and larne; Great scars deformed his face; On his forhead he bore tbe brand of shame, And the rags tbat hid his mangled frame, Were the livery of disgrace. On hirn alone was the doom of pain From the morning of his birth; On him alone the curse of Cain Fell, like a llail on the garnered grain And struck him to the earth! Lonyfellow. Svertinginn í fcuinu. (Brot). I felur inn í fúa-skóg á ilótta negrinn skreið, liann heyrði dynja hopp og hó og hófaþyt i mörgum jó, og blóðhundanna beið. Ilann gamall, hrumur, haltur var, á höfði blóðug ör, og stroku-mark á brúnum bar, og blakkar flíkur háðungar var hver á holdi spjör. Hann einan þjáði eymd og böl frá allra fyrstu stund, hann einan nísti Kains kvöl, sem kylfan mylur öxin þvöl uns hneig að grimmri grund! Muttli. Jocliumsson þýddi.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.