Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1917, Síða 3

Skinfaxi - 01.02.1917, Síða 3
SKINFAXI 11 haft, og ætti að sjálfsögu einhverja j)ókn- un fyrir það. Ef ungmennafélögin hefðu afl til þess að reisa hús í Þrastaskógi mundi ekki líða á löngu, áður en þar yrði á ári hverju samkomustaðir félaganna. Á sumr- in mundu mörg ungm.fél. ur Árnes- og jafnvel úr Rangárvallasýslu fara skemti- ferð til Þrastaskógar. Fjórðungsjiing og sambandsþing væri sjálfsagt að halda þar stökusinnum. Að vorinu gæti komið til mála að halda skógræktarnámskeið, og hefja þar fyrirlestra starfsemi og umræðu fundi innan ungmennafjel.skap. á svipaðan hátt og bændanámskeiðin eru nú. Að ungmennafélagar hvaðanæva af landinu ætlu kost á að dvelja þarna um tíma, undir sínu eigin þaki, og á eignar- jörð sinni, yrði til þess að draga hugi félagsskaparins að ræktun skógarins, og auk þess mundi félagsskapurinn, sem heild eflast við það og þroskast. Sambandsstjórn yrði að sjá um allar framkvæmdir i þessu máli. Félögin aftur á móli að leggja fram féð, að svo miklu leiti, sem þeim er unt. Húsinu yrði að koma upp fyrir hlutafé, sem safnað yrði innan félagsskaparins. Setjum svo að hvert ungmennnféiag í sambandinu tæki til jafnaðar einn hlut, að upphæð 100 kr. safnaðist þá um 5000 kr. Félagi hverju væri í sjálfsvald sett hvort heldur það tæki hlutinn sjálít (t. d. 10—25 kr. hlut- um) hjá félagsmönnum. Tækju einstakir félagsmenn hluti, ætti félagssjóður eða sambandssjóður að leysa hlutina út, þegar maðurinn færi úr félaginu, eða hættir að vera ungmennafélagi. Legðist félag niður, sem ætti hlut í húsinu, rynni hann í sam- bandssjóð. Með þessu lyrirkomulagi yrði alveg komið í veg fyrir að húsið kæmist nokkurntíma úr eign sambandsfélaganna, fremur en Þrastaskógur. Alt efni til húsagerðar hefur hækkað í verði um helming eða meira, svo búast má við að húsið upp komið yrði helmingi dýrara en ella. En hrykkju 5000kr. ekki til fyrir efni og vinnukostnaði, yrði sam- bandssjóður .að hlaupa undir bagga og leggja til það sem á vantaði til þess að húsið kæmist upp. Að sumrinu safnast fjöldi manna — ann- ara en ungmennafél. — til Þrasfaskógar til þess að skoða hann og skemta sér í honum. Væri því sanngjarnt að selja mönn- um aðgang að skóginum, gæti það orðið töluverðar tekjur með tímanum. Enda mundi aðgögnugjaldið ágóði af skóg- arhögginu og seldum nýgræðings plöntum verða aðaltekjugrein af Þrastaskógi. I grend við skóginn eru engir hagar fyrir ferðamannahesta, verður því að að semja um þá við jarðeigendur þá, sem næstir honum búa. Ungmennafélög sem búa í nærsveitum við Þrastaskóg, ættu að heyja nokkra hesta að sumrinu, flytja að húsinu og selja það sem fóður handa ferðamannahestum að vorinu. Gæti þetta orðið ofurlítil tekjugrein fyrir félögin, og það sem mest um vert að þetta gæti orðið vísir að heyforðabúri nálægra sveita er ungmennafélagar stofnuðu til. Væri þá ekki til einskis af stað farið. Þetta sem hér er drepið á, ætti að verða umræðuefni hjá félögunum fyrst um sinn. Sjái þau sér ekki fært með neinu móti að ráðast í fyrirtækið, eða álíta það ekki þess vert, að þvi sé gaumur gefinn nær þetta ekki lengra. En hvernig eigum við að tryggja ræktun Þrastaskógar í fram- tíðinni? Það gagnar lítið þó okkur dreymi um giæsilega framtíð hans, ef við gerum lítið eða ekkert til að sá draumur rætist. Guðm. Davíðsson

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.