Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1917, Side 4

Skinfaxi - 01.02.1917, Side 4
12 SKINFAXI Úti-íþróttir. (Eftir Bennó). Knattspyrna. XVI' Frh. Eins og áður er sagt, eru í sóknarsveit- inni fimm menn, þ. e. framherjarnir. Reyna þeir allir af fremsta megni, að vinna Ieikinn — með því að skjóta knett- inum sem oftast í markið. Mörg skotin geiga, því afstaðan er ekki altaf sem heppi- legust, en þó dugir ei að hætta né gefast upp, fyr en fullnaðarsigur er fenginn, og markið skorað á löglegan hátt, þ. e. þeg- ar knötturinn fer milli marksúlna og undir markds. Menn tala aðallega um tvær „aðferðir" framherja, til að vinna leikinn. Onnur aðferðin, sem kend er við áhugamenn (the amateur style), er með þeim hætti að framherjar „skora mark“, með samtökum og samleik, og gera ákaf- ar og snarpar atlögur allir í senn, og að sá þeirra er best „skotfærið“ fær, skjóti á markið. Hin aðferðin er kend við at- vinnumennina (the professional style), og er aðallega se'rleikur framherja, þ. e. fram- herjinn hugsar eigi til samtaka við sam- herja sína, en reynir sjálfur að leita fyrir sér með því að komast einn „í gegn“ með knöttinn og skora marki. Af þessum aðferðum, er áhugamanna-aðferðin talin vera betri og eðlilegri leiknum — þar sem að allir framherjarnir njóta sín, og sá þeirra er betra skotfæri hefir nýtur þess. Hætt er við að aðferð atvinnumanna verði ofnotuð, og þá til skaða fyrir leikinn; — og að menn taki að reka knöttinn, hvar svo sem þeir eru á leikvellinum — athugi eigi að skila knettinum til þess samherja, er hægast á um vik, til franikvæmda. Náttúrlega getur líka of mikill samleikur framherja spilt fyrir Ieikslokum Vita verða þeir það, að ekki geta þeir allir í senn skotið á markið — er því sjálfsagt fyrir þá, að láta þann framh. gera það, er besta afstöðu hefir til þess. Að sameina þess- ar báðar aðferðir hefir gefist mæta vel — annars er ómögulegt að gefa nokkrar á- kveðnar reglur eða aðferðir um leik fram- herja, þeir verða að vita það sjálfir hve- nær best er að skjóta á markið. Að mið- framherji láfi leikinn ganga eins hratt og gjörlegt er fyrir samherja sina, mun reyn- ast best; og að láta sóknina vera ýmist stór- eða smáspyrnta. Gera verður ráð fyrir því, að allir framherjar séu góðir sfcotmenn og skila- menn og kunni að meta rétt fjarlægðina, næst því að vera beinskeyttir á markið. Þó að aðalstarfi framherja sé að skora mark, þá má það eigi i framkvæmdinni vera svo, að engir aðrir leikmenn, en þeir, geri það; því eins og að framan er sagt þá geta framverðir gert það — og gera — og þá sérstaklega miðframvörður, og þó helst þegar að framherjar eru komnir svo nálægt marki, að eigi þýðir að skjóta — vegna þess að mótherjar eru i einni þvögu. En þegar svo ber undir er það besta ráð- ið fyrir framherja að skila knettinum rak- leiðis til framvarða (t. d. m. f. v.) og láta þá um að skjóta á markið — gefst það ágætlega með góðri samvinnu — en illa sé einstaklingseðlið látið ráða. Afar góð samvinna verður að vera á milii framherja og framvarða, þeir mega eigi misskilja hver annan, er þeir samhliða reka knött- inn áleiðis að marki mótherja; þvi þá lendir alt í handaskolum. Getur samleik- ur oftast átt sér stað á milli m. f. h. og m. f. v.; t. d. þegar m. f. h. kemst hvorki áfram né til hliðar með knöttinn, fyrir mólherjum sinum. Er þá hesta lausnin fyrir m. f. h. að skila knetfinum bakleiðis til m. f. v.; sem þá verður reiðubúinn til að taka á móti honum. En til þessa þarf góða æfingu og ieikni — svo vel fari. Flest meiðsli sem koma fyrir hér í Reykja- vik; eru að nn'nu áliti vegna þess, hve framherjar fara nálægt markinu með knött-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.