Skinfaxi - 01.02.1917, Qupperneq 8
16
SÍQNÍ’AXÍ
íív. Við vitum að þeir eru til Eyjafialla-
og Eiriksjökull og alt þeirra frændlið mikið
og tígulegt. Við vitum af heiðalöndunum,
— þessum undarlegu æfintýralöndum. Þar
kemst bæði vetrariki og sumardýrð í al-
gleyming. Þar bjuggu fyrrum útilegumenn
og huldumenn. Hrifu þeir stundum á
brott með sér bændadæturnar, hinar fall-
egustu, er þær hvörfluðu frá bygðinni í
grasaferðir. — Já, við vitum að ísland
hefir margt gullfallegt að geyma, en flest
pehhjum við ekki, af eigin sjón, nema
örlítinn hluta þess. Mörg af okkur flytj-
umst við frá æskunni, og yfir í alvöru og
áhyggjur fullorðinsáranna. án þess næstum
að hafa stígið fæti út af smalaþúfunni.
Og þó þráum við viðsýnið. Hún er
eiginleg æskunni þráin eftir því, að „kom-
ast upp á fjallið og sjá hvað hinumegin
býr“. Og eiginleg reyndar bœði gömlum
og ungum.
Því ferðumst við þá ekki meira?
„Fátækt“, — „getuleysi“, heyri eg kveða
við hvaðnæfa. Nei það er ekki alt vegna
fátæktar. Fyrir þvi skal ég færa nokkrar
líkur.
Hér í Borgarfirði þar sem ég þekki
best til, þykir sá varla maður með mönn-
um, sem ekki fer a. m. k. einu sinnu á
ári til Reykjavíkur. Slíkar ferðir kosta
ærið fé, og líklega meira en margir ætla.
Því þá ekki að breyta til. Fara eitt árið
norður, annað vestur, þriðja austur, og þá
fjórða árið til höfuðborgarinnar. Auðvitað
lasta ég ekki höfuðborgina okkar, með
kvikmyndaleikhúsin, gasljósin og ráðherr-
ana þrjá. En það hygg ég, að þar séu
það einkum mennirnir og verh þeirra
sem halda athygli ferðamannsins fastri.
Alt annað að ferðast um ókunn héruð
eða fjöll á vordegi. Þar liggur mér við
að segja, að athyglin hljóti fremur að
beinast að guði og verhum hans.
Eg held því að flestir, a. m. k. flest
sveitafólk, sem hefir einhver ráð á hest-
SKINFAXI.
Mánaðarrit IJ. M. F. í.
Yerð: 2 krónur.
Ritstjóri: Jónas Jónsson, Skólavörðustíg 35.
Sími 418.
Al'greiðslumaður: Egill Guttormsson.
Skólavörðustíg 8.
um, gætu farið skemtifarir öðru hvoru.
Reynslan sýnir að menn geta farið skemti-
farir til Rvíkur. Yrðu ferðirnar varla
dýrari, þó þeim væri, við og við, heitið í
aðrar óttir, jafnvel þó ferðir um fjöll og
sveitir heimti dýrari tíma en R.víkurferð-
irnar. Því skemtilegast væri auðvitað að
ferðast um fjöll og fjarlægar sveitir að
vorinu; helst rétt fyrir sláttinn, þegar
mennirnir, hestarnir, landið og loftið væri
alt þrungið af sumarsælunni.
Ein aðalhugsjón ungm.félaganna er,
að sameina hendur og hugi æskunnar.
Sú hugsjón er þörf, um leið og hún er
fögur. Sundrungin getur verið þjóðarmein.
Það var hún á Sturlungaöldinni, og það
hefir hún oft verið síðan.
Sum ungm.félög þau, er i nágrenni búa
hvert við annað, gera hvort öðru heim-
boð. Fátt sameinar betur hendur oghugi
en slíkar heimsóknir. Þær eru að vísu
annmörkum bundnar, einkum ef fara ætti
út úr héraði. Gaman væri þó að geta
stökusinnum, tekið í hendur starfssystkyn-
um sínum, hinumegin við fjöllin og veg-
leysurnar.
Niðurl.
Ritstóri: Jónas Jónsson frá Hriflu.
Félagsprentsmiðjan