Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1917, Qupperneq 2

Skinfaxi - 01.04.1917, Qupperneq 2
26 SKINFÁXI slaðnum. Það sem mestu skiftir er að maðurinn sé ætíð reiðubúinn til ferða- laga, þegar þörf gerist, allan þann tíma árs, sem unt er að koma samkomum við í sveitunum. Með ritstjórnina mundi tæp- lega lenda í vandræðum. Bæði mundi ritsljóri, sem er á faraldsfæti, kynnast fleir- um og fá greinar frá fleirum, heldur en sá sem að jafnaði dvelur í höfuðstaðnum, og í öðru lagi gæti hann haft sér til að- stoðar menn í Rvík; t. d. félaga sína úr sambandsstjórninni. Fordæmi er og til þess, að ritstjóri geti verið búseltur í fjar- lægð við útkomustað rits þess, er hann stýrir. Svo hefir það verið í nokkur ár með tvö tímarit liér á landi, og farnast vel. Ritstjórarnir lagt til efnið, en haft menn til að annast prófarkalesturinn. En i því tilfelli, sem hér ræðir um, þyrfti ekki að grípa til slíkra ráða nema við og við. Þá er fjölhæfnin. Enginn á að vera fær um að gegna svo margbreyttu starfi. Ólíklegt er það. Ungmennafél. leggja ein- mitt stund á slíka fjölbreytni. Auðvitað ekki búist við, að félagsmenn séu sérfræð- ingar í mörgum greinum, en að þeir séu alhliða menn. Og ef tilfinnanlegur hörg- ull er nú í landinu á mönnum, sem geta int slíkt starf af höndum viðunanlega, þá er það áfellisdómur á félögin. Þau hafa þá ekki náð tilgangi sínum nándar nærri eins vel og við mátti búast. Þriðju mótbárunni um kostnaðinn er fljótsvarað. Há laun geta félögin ekki borgað, það er satt. En þau geta borgað nokkuð, sennilega nógu mikið til þess, að fnllnægja sanngjörnum kröfum manns, sem hefir áhuga á starfinu, og trú á þýð- ingu þess. Það væri hvort sem er ekki til neins að velja tii starfsins mann, sem tæki það að sér vegna launanna, en ekki málefnisins. Óvíst er með öllu, hvort sambandsþing- ið hallast að þessu ráði. Verði það ekki gert situr alt væntanlega í sama horfinu, og dregur þá til þess sem vevða vill. En áreiðanlegt er það, að þeir menn, sem mesta reynslu hafa í þessu efni, svo sem t. d. núverandi sambandsstjórn, hallast ein- dregið að þvi að fá fastan slarfsmann. íslensk náítura. Kvöld á öræfum. Tak þú eftir sólsetrinu, þegar Iol'tið er þakið smáum skýjaböndum, roðinn breið- ist um norðvesturloftið, og fjöllin verða smátt og smátt dimmblá. Finst þér þá ekki hugurinn verða létt- ari en venjulega, og brjótast út fyrir venju- legu takmörkin, leila út í himingeiminn óendanlega, burt frá hversdagslega strit- inu og vinnuáhyggjunum ? Finst þér ekki logagyltu skýin verða að æfinlýralöndum í fjarska? Þú sér í ský- unum fjöll og dali, sveipuð töfraljóma æfintýranna. Þar virðist eilífur kvöldroði. aldrei nótt og aldrei dagur. Þangað leitar bugurinn, knúður áfram af einhverri þrá, óljósri þrá eftir órjúfandi sælu, sern hvergi er að finna hér ájörðu. Þá opnast augu þín og þú sér fegurð- ina, sem umkringir þig á allar hliðar. Náttúran sýnir þér leyndardóma sína, og þú verður móttækilegri fyrir þær til- finningar, sem náttúrufegurðin getur vakið hjá manninum. Værir þú staddur langt fram á öræfum, þar sem kyrðin er óendanleg, þá mundu þessar tilfinningar njóta sýn best. Nú er eg staddur langt fram á Mývatns- öræfum og litast um. I norðrinu er vorsólin rélt horfin niður fyrir sjóndeildarhringinn, alt norðurloftið er sveipað undrafögrum ljósgullnum bjarma, líkt og það stæði alt í hjörtu báli. Beint í norðri, á miðri sléttunni, ris Hrossaborg eins og heljarmikill kolsvartur kastali og

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.