Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1917, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.04.1917, Blaðsíða 4
28 SKIIWFAXl indi á fjórðungssvæðinu næsta vetur. Jafn- framt felur þingið fjórðungsstjórninni að útvega þá menn, er flutt hafa fyrirlestra fyrir ungmennafélögin til þessa, eða aðra vel hæfa til að halda uppi fyrirlestrum". III. Heimilisiðnaður: Samþyktar tillögur: a. „Fjórðungsþingið telur nauösynlegt að heimilisiðnaðarnámsskeið verði haldin í öllum félögum fjórðungsins, svo fljótt sem efni og ástæður leyfa, og ályktar að styrkja að minsta kosti eitt nám- skeið á næsta vetri“. b. „Þingið beinir því til Heimilisiðnaðar- félags Islands að sæka um aukinn fjárstyrk til Alþingis. til kenslu í heim- ilisiðnaði.1* Kosin í nefnd til að sjá um útsölu á heimilisiðnaði á ísafirði, og til að vekja eftirtekt manna og áhuga fyrir honum: Þóra J. Einarsson, Guðm. Jónsson frá Mosdal og Kristján Jónsson frá Garðs- stöðum. Y. íþróttir: Þessi tillaga samþykt: „Þingið felur fjórðungsstjórninni að styrkja iþróttakenslu á sambandssvæðinu með því fé er veitt er. a. Með því að styrkja væntanlegan í- þróttaskóla á ísafirði. b. Með því að styrkja félögin til að halda uppi íþróttakenslu hjá sér. VI. Sambandsmerki: Samþykt tdlaga. „Fjórðungsþing U. M. F. Vestfjarða á- lítur æskilegt að sambandsmerki U. M. F. J. verði sem fegurst og tákni að einhverju leyti starf og hugsjónir félaganna, er tel- ur sjálfsagt að stafirnir U. M. F. í verði hafðir í brjóstmerki fé!aga“. VII. Fjármál: Samþykt fjárlög fyrir reikningsárið 1917—1918. Tekjur: 1. a. Skattur úr samhandssjóði fyrir 1916 .. . kr. 27,10 b. Skattur úr Sam- bandssjóði fyrir 1917 .'........kr. 32,00 kr. 59,10- 2. Skattur frá U. M. F. Skjöld- ur fyrir 1917..................— 15,05 3. Skattur fyrir 1918 at350fé). — 122,50 4. Styrkur úr sambandssjóði til fyrirlesfra....................— 50,00- 5. Tekjur af fyrirlestrastarfsemi — 50,00 Kr. 296^65 Gjöld: 1. Kostnaður við fjórðungsþing 1917.........................kr. 35,00 2. Skuld við féhirðir............— 1,95 3. Kostnaður við stjórnina... — 15,00 4. — — við Sambandsþing — 60,00 5. Til styrktar heimilisiðnaði . — 50,00 6. Til fþrótta og fyrirlestra . . — 120,00 7. Óviss útgjöld.................— 14,60 Kr. 296,65- Samþykt var ennfremur þessi tillaga: „Fjórðungsþingið skorar á næsta sam- bandsþing að heimila fjórðungs- og hér- aðsþingum að hækka skattinn frá félög- unum upp í 60 aura af félaga“. VIII. Bannlögin : Svohlj. till. samþ.: „Fjórðungsþingið lýsir ánægju sinni yíir gerðum þing- og héraðsmálafundar V.- ísafjarðarsýslu, í bannmálinu, og skorar á fulltrúana að hvetja félagsmenn og aðra til liðsinnis við málið. Einnig væntir fjórð- ungsþingið þess, að félögin á fjórðungs- svæðinu vilji taka ofurlítinn þátt í því, að standa straum af kostnaðinum er af málaleitun þeirri er þær um ræði kunni að bíða“. Héraðssamkomur: Tillaga samþykt: „Fjórðungurinn skal svo lljótt, sem kost- ur er á koma á héraðssamkomum innan

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.