Skinfaxi - 01.07.1917, Page 4
6ð
SKINFAX1
aðfangadag jóla) og félagssjóðinn er fél.
álti, þegar skiftingin fór fram. Ætla fél.
að verja sjóði þessum og ágóðanum af
jólapóstinum til sameiginlegra þarfa sinna,
svo sem fyrirlestrastarfs og fl. þ. h. er
tíminn og tœkifærin leiða í ljós.
I „U. M. F. ísafjarðar" hélt eg 3 fyr-
irléstra fyrir fullorðna og 1 fyrir unglinga-
deild er fél. var að koma á fót.
Form. fél. var næstl. ár: ungfrú Þóra
J. Einarsson. Núverandi form. þess er:
Guðm. Jónsson tréskeri (frá Mosdal).
Hefir fél. lagt nokkra stund á íþróttir;
en aðallega hefir það — af störfum út á
við — beitt sér fyrir heimilisiðnaðarnáms-
skeiði, sem haldið var á ísafirði næstlið-
inn vetur. — Yar mámsskaiðið styrkt af
fjórðungssjóði með 75 kr. Þátttakendur
við námsskeiðið voru um 50, konur og
karlar, og að því loknu hélt félagið al-
menna sýningu á munum þeim er voru
búnir til á námsskeiðinu. — Enginn
vafi er á þvJ að slík námsskeið hafa mikla
þýðingu í þá átt að vekja menn til u m-
hugsunar uui það, að: menning og
göfgi fólksins vex við það að nota vel
hina „líðandi stund“. Kennarar við
nómsskeiðið voru: ungfrú Guðrún Vigfús-
dóttir frá Tungu í Valþjófsdal i Önundar-
firni, ungfrú Þóra J. Einarsson (þáverandi
form. fél.) og tréskeri Guðm. Jónssou (frá
Mosdal).
í „U. M. F. Mýrahrepps" ílutti eg 2
fyrirlestra. Það er næst elsta félag í fjórð-
ungnum. Það er upphafl. myndað uj>p
úr bindindisfél. er starfaði um nokkurt
skeið hér í hreppnm. Form. þess hefir
altaf verið og er enn: Björn Guðmunds-
son, (kennari við ungmennaskólann að
Núpi). Félagið starfar aðallega í 2 deild-
um ; en jafnframt starfar skólafél. „Gnípa“
innan vébanda félagsins. Telur fél. nú
um 100 félagsmenn. Af störfum út á við
hefir félagið einkum unnið að vegalagn-
ingu í hreppnum (frjáls vinna meðal fé-
lagsmanna og annara er vilja og geta lagt
hönd á plóginn). Hefir fél. nú unnið að
vegalagningu rúml. 170dagsverk. Sérstak-
an vegasjóð hefir fél, sem ætlast er til að
þeir félagsmenn leggi í sem ekki geta kom-
ið því við að vinna, eða fá menn í sinn
stað. Dálitlum vísi til sjúkrasjóðs hefir
fél. komið á fót; ætlað til styrktar sjúk-
um félagsmönnum. Bókasafn hreppsins
hefir fél. tekið til starfrækslu um 5 ára
skeið, samkvæmt samningum við hrejips-
nefndina. (Bókasafnið var áður fallið i
óhirðu) Þó hefir og fél. stofnað tóbaks-
bindindisfiokk, sern telur nú milli 40—50
meðlimi. Hefir ílokkurinn nú gengið í
„B. T. í.“ — Einu sinni hefir fél.
haft heimilisiðnaðarsýningu.
Eg hefi þá drepið á helstu drættina í
ungmennafél.starfmu hér vestra. „U. M.
F. Ungling“ á Barðaströnd sá eg mér
ekki fært að heimsækja; enda vildi svo
heppilega til að annar maður frá fjórð-
ungnum heimsótti það og hélt þar fyrir-
lestra: (búfr. Jón A. Guðmnndsson frá
Þorfinnnsstöðum). En „Ungling“ heim-
sottí eg í fyrravetur (af tilviljun) og þá
sá eg að han var efnilegt og þroskavæn-
legt félag. Og það hygg eg að „Ungling"
sé borgið, á meðan Ólafur bóndi og hrepp-
stjóri í Króksfjarðarnesi má mæla. (Ólafur
er ungm.félagi kominn yfir sextugt, en er
einn af þessum fágætu andl. ungu vor-
mönnum, sem altaf setja krók á móti
bragði þó elli og annað þessháttar „oti
fram sínum tota“. —)
Auk þeirra starfa sem eg hefi nú laus-
lega drepið á, halda öll fél. úti blaði (hand-
rítuðu) er þau lesa ujip á fundurn síuum.
Gefst félagsmönnum þar kostur á að æfa
hugsunarþrótt sinn og birta hann öðrum;
er slíkt mjög þroskandi.
Þegar eg lít yfir þessa stultu, en góðu
viðkynningu mína við félögin og aðra er
eg hitti á þessu ferðalagi mínu, kemur
margt upp í huga mínum, og þar á með-
al íslenrka gestrisnin; á henni fékk eg að
smakka í fullum mæli. — Kemur mér þá,