Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1917, Síða 5

Skinfaxi - 01.07.1917, Síða 5
SKINFAXI 53 í því sambandi í huga brot úr kvæðinu „Dagsétur“ eftir Stephan G. Stephansson, þar sem hann er að spyrja sjálfan sig hvort hann eigi nú heldur að halda, „inn í hamarinn eða níður í bygðina.“ Svar- ið er: „Mig skiftir það litlu — mín heimfýsi er hæg — Að húsdyrum hvers sem mig ber. Eg veit þar er greiðvikni, gestristni næg Og góðfýsi til handa mér“. Eg held það sá ómögulegt annað en verða hjartsýnni og trúaðri á góðvætti til- verunnar, þegar ylurinn ogglaðfýsin mæt- ir manni í öllum dyrum. Það mætti margt segja um ungmenna- félagsstarfsemina á við og dreif. — Eg hef aðeins dregið fram störfin út á við. Um störfin inn á við er ekki eins gott að gefa lýsingu. — Sú lýsing bíður fram- tíðarinnar. — Framtíðin svarar því hvort það „borgar sig“ fyrir þjóðina að hlynna að æskulýðnum. — Ungmennafé- lögin eru spurning til framtiðarinnar um það, — eins og skáldið kemst að orði: „Var kröftum þeim kastað á glæinn? Sem uppvexti lýðþroskans léðu sinn vörð, sem Iandauðnir gerðu að móðurjörð, að heimili búlausa bæinn.“ Landauðnirnar eru altof víða í þjóð- lífinu okkar bæði á hinum ytri og innri svæðum þess. — Og enginn skyldi ætla að ungmennafél. væru einn óslitinn gróðrar- reitur. Þess er ekki að dyljast, að þar — í ungmennafélögunum — eru líka „land- auðnir“, en einmitt þess frekar þurfa ])au að vaka og starfa, — ryðja burt feiskj- unni og fúanum, en gróðursetja í staðinn þróltmikla nýgræðingja. Verkefnið liggur lítið, eða jafnvel óunn- ið svo að segja á öllum sviðum. „Altaf opnast ótal dyr, ekki neinn sem þekti fyr“. — Mætti í því efni t. d. benda á end- urbætur vinn ubragðanna í landinu, — sem kallast má nýmæli meðal okkar ísl. — Eg efast ekki um að ungmennafél. gætu í þessu efni gert sitt til að hjálpa þeirri þörfu hugsjón fram til veruleika. Starfsglöðu og starfsfúsu einstakl- ingunum þarf að fjölga i landinu. Það þarf umfram alt að fjölga þeim einstakl. sem Iíta með sömu trú og lífsánægju á lífsrétt sinn og verkahring, eins og Step- han G Stephansson er hann segir: „En þjóðarheill auðgar þó æfi hvers manns ef eflir hann liggur á bersvœði lands þarft handartak, hugrenning fögur11. Eg er þess fullviss að félagslíf ogsam- störf ungmennafélaganna hjálpa æskulýðn- um að þessu göfuga marki- — og þá er ekki barist til einskis. „Við rjúfum ei eyðingar álaga-dóm, sem uppi erum nú til að vinna, vor hugur og elja er tugabrottóm í tvískyldings árs-vöxtu að finna. En fram líður að því, við aldanna þörf — Ei árs-gróðann — metur hver lif sitt og störfu. Bj. ívarsson. Heima og erlendis. Iléraðssainkomur. Þrátt fyrir aukin vandræði, erafstyrj- öldinni leiða, hafa héraðsmót sem ung- mennafélögin standa fyrir, orðið með flesta móti í vor og sumar. Austfirðingar héldu sitt mót á Egilsstöðum 5. ágúst, en eigi eru komnar fréttir þaðan. Borgfirðingar og Mýramenn ætla að halda sitt héraðs- mót ly. ágúst. Var því frestað svo lengi frarn eftir sumri í von um að Stephán G. Stephánsson yrði þá kominn úr för sinni um Austur-, Norður- og Vesturland. En því miður gat skáldið eigi verið komið til Borgarfjarðar fyrir þann tíma og verða það mörgum mönnum vonbrigði þar í hér- aðinu. Þingeyingar komu saman á Vatns- enda við Ljósavatn og voru þar saman

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.