Skinfaxi - 01.07.1917, Síða 8
56
SKINFAXI
ir ekki neitt, eins og aðra þegnskylduvinnu
fyrir félagsheildina. En þar sem ]iví verð-
ur ekki við komiS getur komiS til múla
aS blaSið greiði einhver ómakslaun eftir
því sem um semur.
Nokkrir áhugasamir félagsmenn úr ýms-
um landshlutum hafa nú þegar gerst sjálf-
boðaliðar við þessa þegnskylduvinnu. En
]>aS þarf mun fleiri. Ritari sambands-
stjórnar Jón Kjartansson hefir það hlut-
verk með höndum i sambandi við afgreiðslu-
umann, að koma þessu innheimtuskipulagi
í fast horf. I sumar um heyskapartímann
verður hann í Efrihúsum í Onundarfirði.
Þangað œttu þeir menn að skrifa honum,
sem vildu gera Skinfaxa þann greiða
að vera umboðsmenn hans þar sem
þeir ná til með hægu móti. Með haustinu
og framan af vetri verða auglýst nöfn
þessara stuðningsmanna.
Þingvellir.
Af öllum sögustöðum hér á landi munu
þingvellir vera flestum íslendingum hjart-
fólgnastir. Þar hefir verið höfuðstaður
landsins í nærfelt þúsund ár. Þar hafa
gerst margir þeir atburðir, sem mesta
þýðingu hafa haft fyrir þjóðina á undan-
gengnum öldum. í hugum margra manna
eru Þingvellir fyrir ísland það sem Róm
er fyrir Suðurlönd, hinn eilífi ógleyman-
legi höfuðstaður.
En helgi Þingvalla er eingöngu bundin
við endurminninguna og liðna tímann —
og að nokkru leyti við hina óviðjafnan-
legu náttúrufegurð. En sú kynslóð sem
nú lifir hefir síður en svo gert nokkuð til
að halda ÞingvöIIum í heiðri, Þvert á
móti. Þessum sögufræga stað hnignar nú
ár frá ári og það svo mjög að hann er
nú að verða bróðir Siglufjarðar, önnur
mesta ruslakista landsins. Ef ekki verður
hafist handa með skjótar umbætur,
SKINFAXI.
Mánaðarrit U, M. F. í.
Yerð: 2 krónur.
Rilstjóri: Jónas Jónsson, Skólavörðustíg 35.
Sími 418.
Afgreiðslumaður: Efjill Gnttormsson.
Skólavörðustíg 8.
verður meðferðin á þessum fornhelga
stað núlifandi kynslóð til ævarandi mink-
unnar, svo lengi sem sagnir lifa, Skal nú
í fáum orðum lýst því, hvernig með Þing-
völl hefir verið farið, hvaða nýjar hælt-
ur vofa yfir honum og að síðustu bent á
nokknr einföldustu ráðin til að viðhalda
þessum yndisfagra, helga stað, á þann
hátt sem samboðið mælti teljast þeim
minningum sem við hann eru tengdar.
Fyrir og eftir aldamótin síðasta fóru
ýmsir erlendir menn að venja komur
sínar hingað til lands, og þá ekki síst til
Þingvalla. Ferðin hingað, og þó einkum
ferðalög um Iandið, var bæði dýr og erfið.
Sóttu Island varla heim á þeim árum
nema þeir sem mikið viidu til vinna, vel
mentir menn, sem báru meira eða minna
kensl á sögu okkar og minningar.
Þvinær allir slíkir menn fóru til Þing-
valla og dvöldu þar um lengri eða
skemmri tíma. Húsakynni voru þar lítil á
prestssetrinu, og eins og von var, miðuð
við heimaþarfir, en ekki við mikinn gesta-
straum. Olli þetta alt miklum óþægindum,
og þar kom að reist var á Þingvöllum
ferðamannaskýlið Valhöll. Hefir hún síð-
an verið aukin og stækkuð að nokkru
hin síðustu ár. En að engu leyti var
Valhöll reyst með það fyrir augum, að
vera í samræmi við sögustaðinn.
Frh.
Ritslóri: Jónas Jónsson frú Hriílu.
Félagsprentsmiðjan