Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1917, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.08.1917, Blaðsíða 5
SKINFAXI. 61 vaður, alt sumarið, meðan vegir eru fær- ir yfir Mosfellsheiði. Stundum eru sumargestir á Þingvöllum á annað hundrað eða meir. Ekkert eftir- lit er með framferði þeirra. Þeir fara eins og þeim sýnist með sögustaðinn, rífa skóginn og spilla gróðri eftir föngum, kasta blikkílátum, ílöskum og hverskonar rusli út um alt. Verður staðurinn þannig smátt og smátt að ógeðslegri ruslakistu. Þessir skemdarvargar eru miklu hættulegri en „börn og hrafnar". Gera það ljótt sem fagurt var. Ekki hefir það bætt um. að síðan opin- ber drykkjuskapur hvarf að mestu í Reykjavík, sökum dugandi löggæslu, leita margir helstu slarkararnir til Þingvalla með smýglabrennivín sitt, og þjóna þar lund sirTni. Er þar þá stundum uin helgar varla vært sæmilegum mönnum fyrir há- vaða og ógangi ölóðra manna — dreggj- anna úr höfuðstaðnum. Þær setja nú mark sitt á helgistað allrar þjóðarinnar. Svona djúpt eru nú Þingvellir sokknir. Og ef alt þetta mál á ekki að verða að opinberu hneiksli, þarf að taka í taum- ana og það sem fyrst. Það má vera okkur ungmennafélögum ljúft að minnast, að einn af félagsbræðr- um okkar hefir séð, og það fyrir nokkr- um árum, hvert stefndi með Þingvelli, og jafnframt úrræðið. Það var Guðmundur Daviðsson, sem fyrstur manna stakk upp á að gera Pingvelli að þjóðgarði. Þar er lausn málsins. I Þingvallahrauni, milli Almanngjár og Hrafnagjár eru 3 býli: Prestssetrið Þing- vellir og kirkjujarðirnar Skógarkot og Hrauntún. Skógur er um mest alt hraun ið, en lágvaxinn og illa með farinn. Sauð- féð frá þessum þrem bæjum lilir að mestu á skógarbeitinni allan vetuiánn. Það þarf að friða alt hraunið milli gjánna og norður að Ármannsfelli, girða af það land alt. Leggja síðan niður sauð- búskap á þessum þrem jörðum, hækka laun prestsins á Þingvöllum, svo að hann sé skaðlaus af skiftum, og útvega bændun- um í Hrauntúni og Skógarkoti aðrar jarð- ir, nema þeir geti fengið atvinnu við þjóð- garðinn, og vilji heldur vera kyrrir. Siðan þarf að setja garðvörð, sem jafnframt hafi vald til að halda lögum og reglu á Þing- velli. Garðvörðurinn þyrfti að vera mik- ill fyrir sér og vel mentur, maður sem ynni þingstaðnum af alhuga, og vildi vernda hann eins og sjáaldur augna sinna. Hann myndi gæta þess að ekkert væri gert til þess að spilla fornleyfum staðar- ins, eða náttúru, hvorki með ósmekkleg- um mannvirkjum eða með því að flá gróð- urinn af hrauninu. Og hann myndi um- fram alt verða að gæta þess, að gestirnir sem til Þingvalla kæmu, gleymdu ekki að draga skó af fólum sér og minnast þess, að þar er heilög jörð. íþróttamót í Borgariirði. Það er orðin venja Mýramanna og Borgfirðinga að halda íþróttamót á hverju sumri. Hefir jafnan þótt því að góð skemt- un. I sumar var mótið haldið 19. ágúst. Veður var hvast og kalt og dró það nokk- uð úr skemtun manna. En við það ræð- ur enginn. Skemtu menn sér helst við kórsöng og lúðraþyt, glímur og sund. I iþróttunum er kept þannig, að hvert ung- mennafélag sendir 3 menn lil að keppa í hverri íþrótt. Ber það félag sigur úr býtum, sem flesta hefir vinningana. Þetta er gert lil að þáttakan verði almennari og allir vinningarnir lendi ekki hjá ein- hverjum einum Sigurjóni, sem allir telji vonlaust að keppa við Með þessu lagi sigrar það félag sem á jafnbesta menn. Hefir þetta gefist vel. Nú sigruðu Reyk- dælir bæði í sundi og glímum. Ættu sem flest héruð að taka upp

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.