Skinfaxi - 01.08.1917, Blaðsíða 4
60
SKINFAXI
Þar segir af Fjallkonunni þegar hún
tekur á móti syni sínum, sem kemur heim
eftir Ianga útivist. Hún hafði sent hann
út í heiminn til að reyna aíl sitt og sækja
gull. En hann festi ekki yndi í ókunnu
löndunum, og fé græddist honum ekki.
Við heimkomuna eru engar gullkistur sett-
ar á land. Og þó varð árangur af dvöl-
inni ytra:
„ Eitt kvæði eg kvað þar,
einn söng þar eg söng
eitt síðkveld — er þó á að Iifa“,
segir sonurinn við heimkomuna.
Stefán mun ekki hafa farið vestur í
þeim tilgangi að verða skáld. Til Amer-
íku fara víst fæstir í þeim erindum.
Þaugað fara menn til að geta komist vel
af, og helst safnað dollurum í kistuhandr-
aðann. Því af peningum þurfa menn eins
mikið og þeir geta náð í, eins og Fröding
segir. Auðmenn hafa líka margar þjóðir
eignast í Ameríku. En ekki er mér kunn-
ugt um, að nein af Norðurlandaþjóðunum
að minsta kosti, hafi eignast stórskáld með-
al landnámsmanna sinna í Ameríku, nema
við Islendingar.
Stefán er Iandnámsmaður og skáld.
Manni hvarfla í hug gömlu íslensku land-
námsmennirnir, sem að líkindum hafa ort
bestu Eddukvæðin. Það er margt áþekt
með Stefáni og þeim. Eg þekki Stefán
ekki persónulega, en þegar eg hefi lesið
kvæði eins og Illugadrápu, Jón hrak, Sig-
urð trölla og fleiri, finst mér eg þekkja
hann. Hann er brot af kvæðunum sín-
um, eða réttara sagt, þau eru brot af hon-
um. Því þó kvæðin séu góð hefi eg heyrt
að Stefán sé sjálfur betri. Hann kveður
af krafti og þreki, og gáfurnar leiftra í
vísunum. En þrátt fyrir karlmenskuna
og mannvitið vantar ekki viðkvæmnina.
Hjartað hans „er viðkvæmt og varmt, þó
varirnar fljóti ekki í gælum“. Það hefir
liann af Fjallkonunni móður sinni.
Nú hefir „týndi sonurinn“ verið svo að
kalla sóttur heim. Auðkýfmgarnir sitja
eftir óboðnir og græða eða tapa á stríð-
inu. En við „bragkýfinginn“ vill Fjallkon-
an minnast, áður en það er orðið um
seinan. Enda stendur okkur erfingjunum
hans næst að bjóða hooum heim. Við
erfum kvæðin hans, alt menningarmagnið
sem í þeim býr. Slíkan arf hafa fáar
þjóðir, ef nokkrar, tekið eftir týndan son.
Og sé það nú rétt, sem eg nefndi í
upphafi, að skáldið hafi haft sjálfan sig í
huga þegar hann orti „Týnda soninn“, þá
hefir það eitt reynst öðruvísi í kvæðinu.
að Fjallkonunni yrði harmt þegar hún leit
hann stíga á Iand. Gullkistur flutti hann
ekki heim, og þó hefði hann getað kveðið
á Ieiðinni frá Ameríku:
Héðan flyt eg fémætt heim
— fagran söng og létta stöku.
Mörg kvæðin hans eru hreinasta gull,
svo gullkistanna þurfti Fjallkonan ekki að
sakna.
Þingveliir.
[Niðurl.]
Meðan fáir gistu Þingvöll aðrir en vel
mentir erlendir ferðalangar, sem reistu
tjöld sín þar, að fornum sið, var engu
spilt af tilkomu mannanna. En þegar
kominn var þar tilkomulítill timburkumb-
aldi, að ytra og innra útliti eins og ver-
búð við sjó, byrjaði hnignunin. Ferða-
mönnum fjölgaði, án þess að skilyrðin
væru bætt. Og einkum fjölgaði þar sum-
argestum frá Reykjavík. Og þá kastaði
tólfunum.
Akfær vegur hafði verið lagður til Þing-
valla. Og þegar hifreiðum fór að fjölga
í Rvík. og Hafnarfirði (þær munu nú vera
um 40) óx aðsókn Reykvíkinga til Þing-
valla geisimikið. Fjöldi manna, karla og
kvenna, eyddi þar sumarleyfi sínu. Og
um helgar flykkist þangað mikill mann-