Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1917, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.08.1917, Blaðsíða 3
SKINFAXI 59 um sinumóa, mýrarsund og höll og mela ræktað fagran töðuvöll. Þó lífið reynist strið við eld og ís og öll mín lárber: krækiiyng og hris.— Þú verður Island minna draum dís og dáð mín sú: að þér eg lifa kýs! Noregi 8. maí 1917 Arni óreiða. Stephan G. Stephansson hjá ungmeunafélöcjum i Reykjavík. Það var Jónsmessukvöldið er ungmenna- félagar í Reykjavik höfðu valið til þess að vera með Klettafjallaskáldinu Stephani G. Stephanssyni. Efndu þeir þá til sanikvæmis og var skáldiö heiðursgestur. Varð úr þessu hinn besti fagnaður og mátti ekki í milli sjá, hvort skáldið var gestur ung- mennafélaga eða þeir gestir skáldsins, svo voru allir sem heima hjá sér. Var mikið um söng og ræðuhöld: Stein- þór Guðmundsson, Inga Lára Lárusdóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Ingibjörg Benedikts- dóttir, Ársæll Árnason og síra Jakob Ó. Lárusson íluttu ræður, en Helgi Hjörvar hafði yfir tvö kvæði eftir skáldið. Þá tal- aði Stephan tvívegis og fór með kvæði um hafið, sem hann hafði ort á heimleið- inni Guðbrandur Magnússon stjórnaði sam- kvæminu og fer hér á eflir ávarp hans í samkvæmisbyrjun og síðan ræða Ásgeirs Ásgeirssonar. ILefðu fleiri ræðurnar átt það skilið að verða birtar, en oflangar yrðu þær Skinfaxa flestar. Ávarpið. Vertu velkominn Stephán G. Stepháns- son, og verið þið öll velkomin. Þú veist ]>að Stefán að nú ertu gestur ungmennafélaga í Reykjavík. En veistu nokkuð hverskonar fólk þess- ir Ungmennafélagar eru. Viltu leyfa mér að segja þér frá því með nokkrum orð- um. Óhræddur þori eg að fullyrða að í rauninni erum við besta fólk. En eg vil ekki að þú haldir okkur betri en við erum. Eg held að við séum svona eins- konar meðaltal af íslensku þjóðinni. Ef hér er er enginn af iestu mönnunum hennar, þá er hér áreiðanlega enginn af verslu mönnunum hennar, svo þetta kem- ur til að jafna sig. Þú munt hafa heyrt ungmennafélögin nefnd. Það væri langt mál að lýsa kost- um þeirra og göllum. En þó meira verk að lýsa kostunum Þau eru í stuttu máli einskonar and- leg hræring með þjóðinni, einskonar land- skjálfti, sem stafar frá eldfjalli sem heitir Eldmóður. Þegar Eldmóður tók að gjósa þá urðu ungmennafélögin til. Og Eldmóður er ekki hættur að gjósa, ekki nema sumir gígirnir. En þegar hann hættir að gjósa, þá skil- ur hann, eins og öll önnur eldfjöll, eftir hraun, og sú er trú mín, að i því hrauni þrífist aðeins góður gróður. Við hérna erum að verða hraun, við erum gamalt gos, svo að í okkur lifir Eldmóður nú aðeins í verkum sínum. Eg veit að þú skilur þetta Stephán. ........Þú munt hafa látið þér þau orð um munn fara, að Reykjavík sé hlýj- asti bærinn sem þú hefir gist — eg vona að þér kólni ekki hérna hjá okkur í kvöld. Ilæfta Ásgeirs Ásgeirssonar. I tilefni af heimkomu Stefáns kemur mér í hug eitt af be?tu kvæðunum hans; eg á við „Týnda soninn“. Mér kæmi ekki á óvart, þó Stefán hafi haft sjálfan sig í huga þegar hann orti það kvæði.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.