Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1917, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.08.1917, Blaðsíða 6
62 SKINFAXI samskonar mót sem þetta, og mega Mýra- menn og Borgfirðingar ekki fyrir nokk- urn mun leggja þau niður, þó veður drœgi ar skemtun í þetta sinn. Heima og erlendis. Frá Austmönnum. Bjarni Ásgeirsson í Knararnesi er ný- kominn heim úr langri dvöl á Norður- löndum. Hann heimsótti í Noregi ýmsa helslu lýðháskólana, og þótti mikið til þeirra koma. einkurn Voss-skólans. Skóla- stjórinn þar er annálaður snillingur. Og fynr okkur er það ánœgjulegt, að hann er mjög mikill íslandsvinur. Bjarni veitti því eftirtekt að í Noregi er afar-náin sam- vinna milli lýðháskólanna og ungmenna- félaganna. Og þar eins og hér þrífast ungmennafélögin best í sveitunum. Ekki nema einstöku bœir, þar sem hið andlega andrúmsloft er þeim holt. Þessi samvinna við góða skóla er norsku ungmennafélögunum til mikillar eílingar. Þeir eru einskonar aflstöðvar, sem félögin sækja til, og fá mátt og kjark. Hér á landi er einn skóli sem hiðsama hefir mátt segja um. Það er ungmenna- skólinn á Núpi. Eiga þeir sr. Sigtryggur Guðlaugsson og Björn Guðmundsson mikl- ar þakkir skilið, fyrir beinu og óbeinu á- hrifin, sem þeir hafa haft á sarntök og æskumannamenningu á Vesturlandi, síðan skóli þeirra tók til starfa. Eiðaskállnn. Nú i sumar hafa Múlasýslur gefið land- inu allar eignir Eiðaskólans, með því skil- yrði, að þar sé haldið uppi mentastofnun fyrir Austurland. Þingið gekk að þessu skilyrði og hefir nú samþykt að halda þar almennan skóla, ef til vill eilthvað svipað og Skinfaxi hef- ir áður fyrri kallað þjóðskóla. Sumir vilja að á Eiðum verði annað- hvort likt eftir lýðháskólunum dönsku, eða gagnfræðaskólunum. Hvorugt mundi þó reynast heppilegt. Lýðháskólarnir gefast ekki vel nema þar sem brennandi eldmóð- ur knýr stofnandann til að fórna öllu fyr- ir sitt áhugamál. Vanti þann eldmóð verður starfið tómur loddaraskapur. Og gagnfræðafyrirkomulagið hefir í heild sinni ekki gefist vel, er orðið nokkuð þung- lnmalegt, og fylgja því litlar vonir. Lítill vafi er á því, að mestur fengur væri í þvi að koma hér upp nokkrum menta- stofnunum, sem sniðuar væru eftir nýju skólunum ensku, og svipuðum skólum í Ameríku. Halda fyrirkomulaginu, að því Ieyti sem það samrýmist íslenskum staðháttum. Og þá ætti Eiðaskólinn að vera fyrsti liðurinn i þeirri keðju. Væri það ekki illa lil fallið að hyrja á Héraði, sólarlandinu mikla. Skáll Suðurþingeyiugii. Óvíða á landinu er fólk jafn bókhneigt og í Þingeyjarsýslu. En þó vill svo til að þar er engin sérstök me.ntastofnun eins og í hinum öðrum sýslum norðurlands. En úr þeirri vöntun verður líklega bætt inn- an skams. Samband ungmennafélaganna í S.-Þing- eyjarsýslu hefir nú hafist handa með fjár- söfnun til skólastofnunar þar i héraðinu. Hefir nú þegar safnast allmikið fé, eins og jafnan verður, þegar áhuginn er al- mennur. Gert er ráð fyrir að félögin leggi fram einhvern ákveðinnHdut af stofnkostn- aði, t. d. þriðjung, en leita síðan til þings- ins með það sem á vantar. Að sjálfsögðu myndu gefendurnir áskilja sér rétt til að ráða nokkru um fyrirkomulag og starfsemi skólans. 'Styrjöldin tefur framkvæmdir í þessu máli eins og fleirum. Verður varla unt að reisa nokkrar byggingar fyr en frið- samleg skifti hafa tekist upp á nýtt með þjóðunum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.