Skinfaxi - 01.12.1917, Side 1
12. BLAÐ
REYKJAVÍK, DESEMBER 1917.
VIII. ÁR.
Skoðanamunur.
Einhverju sinni var embættisniaímr aö
flytja erindi á ungmennasamkomu. Hann
talaöi um framtíö þjóðarinnar og fram-
farir. Líkti hann henni við Irónda, er sett-
ist á niðurnídda jörð. Taldi hann aS hver
hygginn bóndi mundi framan af eingöngu
hugsa um endurbætur á jörðinni, slétta,
gera matjurtagaröa, veita á, húsa jöröina
o. fl. Mentun barnanna sinna, og híbýla-
prýöina, t. d. skrautgarS viö bæinn, mundi
hann svo hugsa um síðar, þegar hann væri
kominn í álnir.
■' Og þjóSin átti að fara aö dæmi bónda.
Hún átti aö efla atvinnuvegina og aörar
verklegar framfarir af öllum mætti, en
geyma stórstlgar framfarir í mentamálun-
um þar til velgengnin yxi.
Sennilega mun mörgum þykja sú stefna
brýn og sjálfsögð með tilliti til þess hversu
skamt þjóðin er á veg komin í verklegum
efuum, en sunium vafasöm. Mundu þeir
segja eins og skáldið :
„Nytsemd láttu fegurð í frið
og fegurð kannastu nytáemd við,“
og þó þykjast niega kveða fastara að orði
vegna jtess að andlegi þroskinu, sem hér
cr kallaður fegurð, mætti nefnast
n y t s e m d. ()g þarna mvndast skoðana-
munur, um stefnur á framfarabrautinni,
sem skiftir ntönnum í tvo flokka, eftir því
hvort þeir vilja gera „fegurðinni“ hátt eða
lágt undir höfði, meta meira verklegar
framfarir þjóðarinnar eða andlegar.
Annar flokkurinn mundi vilja fara að
dæmi bóndans í sögunni, hugsa fyrst um
að bæta sína eigin jörð eða auka útgerð-
ina sína, stofna fiskifélög, búnaðarfélög,
kynbótafélög og kaupfélög, bæta samgöng-
ur á sjó og landi, hleypa bráðum vexti i
iðnaðinn með þvi að hagnýta vatsnafl
landsins og fleira af líku tagi.
Þvi fer fjarri að Skinfaxi vilji gera
minna en vert er úr málstað verklegu við-
reisnarinnar. Og það telur hann ekki lík-
legt, greinilegt, né hent, að þjóðin skiftist
í tvo flokka og vilji annar eingöngu and-
lega, en hinn verklega viðreisn. Hann vill
„kannast við nytsemdina". En hann neitar
því að hamingja þjóðarinnar fáist með
gulli og gróða einum. Hann vill aö hvort-
tveggja fylgist að, en rnetur þó andlegan
þroska þegnanna mest og lítur svo á, að
hann sé frumskilyrði sannra framfara.
Almennur kosningaréttur, ýms fram-
kvæmdafélög er menn stofna sér til hags-
bóta, opinberar umbætur þjóöfélagsins og
aukin velmegun einstak.ra manna eru æski-
leg framfaraspor. En eins og enginn telur
ráðlegt aö fá byssur eða margbrotnar víg-
vélar í hendur börnum og fáráðum, svo
skiftir og miklu hver á heldur, hvort held-
ur er daglegur eyðslueyrir, þátttaka i kaup-