Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1917, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.12.1917, Blaðsíða 2
90 SKINFAXl félagi eSa kosningarrétturinn. Iivarfl, svik- semi og tortrygni helst í hendur í félögun- tun og kosningarrétturinn veröur stundum grímuklætt einveldi, þar sem þekkingu og siögæöi skortir. Hörmuíeg örbirgö er víöa hlutskifti fjöldans þar sem stóriðnaður er rekinn og hún er farin að gera vart viö sig hér, rneðal þeirra manna, sem með striti sínu skapa mestan auð hér á landi — sjó- manna og verkmanna í kaupstööum. I samræmi við þetta viljum við Ung- mennafélagar styöja að miklum og skjót- um endurbótum á uppeldismálunum. Viö viljum eiga gott við alla þá, er viö uppeldi fást, hlynna að barnaskólum,unglingaskól- um, fjölga ungmennafélögum, prýöa heim- ilin ytra og innra. Viö viljum ekki skilja ríki og kirkju á þessu menningarstigi þjóöarinnar og gera prestana undirgefna dutlungum þeirra efnamanna, sem bera niundu mestan kostnaöinn viö kirkjuhald- ið. Viö fögnum frægö íslenskra skálda heima og erlendis og sigri Einars Jóns- sonar í Ameríku og gengi hans þar. Heim- ilum og skólum, skáldum og listamönnum, ungmennafélögum og kirkju, ætlum viö aö erja og rækta hinn andlega akur þjóö- arinnar, efla þekking hennar og siögæði, innræta henni félagslegar dygðir til þess aö koma í veg fyrir sviksemi og tortrygni, úlfúð og undanstuld i þjóöfélaginu og smærri heildum. Við vitum aö fróö, frjáls og siðgóö þjóð veit sitt hlutverk og að henni eru allir vegir færir. En verklegu framfarirnar, sem sumir hyggja aö geti einar saman veitt þjóðinni fullsælu og full- veldi, cn margir vilja sífelt láta sitja í fyrirrúmi, teljum við .... „sama og sjálegt skaft, sem aö vantar blaöiö". Úti-íþróttir. Lesendur Skinfaxa niunu minnast þess, að fyrir 2—B árum kom út grein með þessari fyrirsögn. Var það þá ætlun mín og ritstj. að hún yrði byrjun á löngum bálki, þar sem lýst væri ölíum þeim íþrótt- um, sem heyra til þess flokks, er jeg vildi tákna með fyrirsögninni, en það eru þær íþróttir sem Danir nefua „Fri Idræt“, Svíar „Almán Idrott“ og enskumælandi þjóðir „Alhletics“. Tek ég þetla fram, til þess að menn skilji bvað eg á við, Verið getur að orðið sje ekki sem best valið, sé of víðtækt, enda hefir Bennó notað það líka sem fyrir- sögn á knattspyrnu-ritgerð sína. Af því að orðið er svo víðtækt, get eg ekki bein- línis láð honum það, því það gelur tekið yfir allar íþróttir, sem framdar eru undir beru lofti. Þó tók eg það fram í byrjun hverjar íþróttir eg ætti við og hefði helst viljað að knattspyrnunni hefði ekki verið ruglað þar saman við. Enda líka vana- legt, að það, sem skrifað er um knatt- spyrnu, sé undir fyrirsögninni „knatt- spyrna“, — eða samsvarandi orði á er- lendu máli, því knattspyrnen er talin alveg sjálfstæð iþróttagrein. Þetta er ekki gert til þess að amast við ritgerð Bennós — því fer fjarri, — en aðeins til þess að skýra þann rugling, sem þetta hefir valdið. Ymsar ástæður hafa valdið því, að eg hefi ekki haldið áfram með þetta hálfn- aða verk (sbr. hálfnað er verk þá hafið er), rneðal annars það, að tilætlunin var sú, að annar taki við næst á eftir þess- um I. kaíla mínum. En hann hefir ekki gert það enn. — Mér leiddist að sjá þetta verk enda þannig hotnlaust, og ákvað því, er ritstj. mintist á þetta við mig, að reyna að halda Jrví fram, eftir því sem tími og tækifæri leyfa. J. K.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.