Skinfaxi - 01.01.1918, Side 1
Ungmennafélögin i Dalasýslu.
Ef til vill þykir það bera vott um and-
Iega deyfð og menningarleysi, hve lítið
ungmennafélögin hafa útbreiðst í Dalasýslu
eða nágrenni hennar. Ástæðan er þó alls
ekki sú. Dalamenn eru ekkert ófélagslynd-
ari eða skilningssljóvari á þýðingu félags-
skapar, en menn í öðrum sveitum þessa
lands. Eg býst jafnvel við, að þeir séu
heldur hið gagnslæða, og bendir til þess,
hve vel kaupfélögin hafa þrifist þar og
dafnað.
Það má svo að orði kveða, að þetta
svæði: Dalasýsla, Snæfellsness-og Hnappa-
dalssýsla, ásamt suðurhluta Strandasýslu,
hafi lent fyrir utan hin eiginlegu fjórð-
ungssambönd U. M. F. í.
I fyrstu var ákveðið, að Vestfirðinga-
fjórðungur næði alla leið að Hvílá í Borg-
aríirði. En með stofnun hans voru tak-
mörkin færð að Gisfirði og Bilru, sam-
kvæmt ósk frá Vestfirðingum sjálfum.
Sunnlendingafjórðungur befir samt aldr-
ei náð neinum tökum á þessu svæði.
Þingin, sem í rauninni eru hin öflugustu
uppörfunarmeðul fjórðunganna, liafa verið
háð svo langt í burtu, að þau hafa engin
áhrif haft þar norðureftir, og af fjórðungs-
ins hálfu engin ráðslöfun verið gerð til
þess, að ná í þau félög, sem þar hafa
verið stofnuð. Félögin sjáif hafa sökum
fjarlægðarinnar heldur ekki séð sér hag
í að ganga í sambandið. Áhuginn þar
oft frekar lítill, enda engin utanaðkom-
andi uppörfun.
Til skamms tíma hafa í Dalasýslu að
eins verið tvö ungmennafélög, „Unnur
djúpúðga“ og „Ólafur pái“, en eru nú
fjögur síðan „Dögun“ og „Stjarnan“ voru
stofnuð.
Ennþá eru þessi félög þó öll fyrir utan
samband U. M. F. I., en þess verður þó
skamt að biða, að þau öll í sameiningu
gangi í sambandið.
I síðastliðnum desembermánuði ferðað-
ist jeg að tilhlutun sambands U. M. F. í.
um félög þessi, og vil jeg því lýsa þeim
að nokkru.
U. M. F. „Stjarnan“ í Saurbæjarhreppi
var stofnað í síðastliðnum nóveinbermán-
uði. Stofnendur voru 25. Þar á meðal
presturinn síra Jón Guðnason og nokkrir
af áhugasömustu bændunum í sveitinni.
Formaður er Markús Torfason í Ólafsdal.
Síðan hafa allmargir bæst við félagið og
allar líkur til, að það innan skamms geti
orðið öflugt og framtakssamt félag. Það
heldur úti handrituðu blaði sem heitir
Leiftur.
U. M. F' „Dögun“ í Fellsstrandarhreppi
er sömuleiðis allungt félag. Félagar þar
eru 26 og flestir ungir. Það heldur úti
handrituðu blaði, sem „Smári“ nefnist.
Formaður er Halldór Guðbrandsson á
Hallsstöðum. Virðist mér talsverður áhugi
hjá félagsmönnum. Á næsta vori hugsa
þeir að taka blett til garðræktar, og leggja
þannig skerf sinn á matborð þjóðarinnar.