Skinfaxi - 01.01.1918, Side 7
SKINFAXI
7
Kynnisfaranefndin ætti líka aS geta orS-
iS til þess aS greiSa fyrir þeim ungmenna-
fjelögum, sem ferS kunna aS eiga um
fjelagssvæSi í öSrum erindum en þeim,
sem aS ofan greinir. Hún þarf helst aS
vera svo kunnug, aS hún geti bent á þao
helmili, sem ungmennafjelaga er belst aS
hitta á, sem allra víSast á landinu. ÞaS
er svo oft, sem ungmennafélagar ferðast
um ókunn svæði i ýmsum erindum, og
gætu þá valið sjer náttstað á ungmenna-
fjelagsheimilum, ef þeir vissu hvar þau
er að flnna.
Samkvæmt yfirlýsingu gestanefndar
Reykjavíkurfélaganna á fjórðugsþingi í vor,
er hún fús á að gera tilraun með að vera
þessi milliliður fyrst um sinn. Þeir sem
vilja reyna hvernig gengur að koma á
þessum heimboðum geta því snúið sjer
til mín, sem formanns gestanefndarinnar-
Þeir sem vilja ferðast í vetur eða vor ættu
að láta mig vita sem fyrst, og þeir sem
sjerstaklega hafa hug á að taka á móti
fjelagssystkinum á heimili sitt ættu að
tilkynna mjer það. Sömuleiðis skal jeg
sjá um aS frekari upplýsingar þessu við-
víkjandi verða gefnar þeim, sem þess óska.
Sumstaðar getur verið gagn að því að
fjelögin kjósi sjerstaka gestanefnd, til að
annast þessi mál. Fjelagið Eldborg hefir
þegar gert það. Þar sem slíkar nefndir
eru kosnar, ætti að tilkynna aðalnefndinni
kosningu þeirra, svo hægt sje að snúa sér
til þeirra í stað stjórnanna.
Eg ætla svo ekki að fjölyrða meira um
þetta mál, en vona að fjelögin taki það
til yfirvegunar á fundum sínum og ein-
stakir fjelagsmenn geri sitt til að málið
komist á góðan rekspöl. Erfiðleikarnir á
framkvæmd þess eru ekki svo miklir, eins
og Bergþór hefir bent á, og enginn ætti
að kinoka sjer við að nota gestrisni fje-
lagssystkina sinna á þenna hátt. Þeir
þurfa aðeins að vera við því búnir að
borga i sömu mynt, annaðhvort þeim sem
veg þeirra greiða eða öðrum fjelagssyst-
kinum. Aíleiðingin getur ekki orðið nema
ein. Aukin kynning milli félagssystkina i
fjarlægum hjeruðum, sterkara og innilegra
samband milli ungmennafjelaganna.
Uíanáskrift til min er annaðbvort Aðal-
stræti 16 Reykjavík, eða Flensborg Hafn-
arfirði.
Steinþór Guðmundsson.
Skýrslur.
Þessi félög hafa sent sambandsstjóra
skýrslu fyrir árið 1917 :
U, M. F. Framsókn i Landbroti.
— Hrunamanna.
— Meðallendinga.
— Vísir í Borgarhafnarhreppi.
— Framtíðin i Hofsbreppi.
— ísfirðinga.
— Garðarshólmi.
— Drífandi.
— Drengur í Kjós1).
— Dagsbrún í Austur-Landeyjum.
— Unglingur i Garpsdal.
— íslendingur í Andakii.
— Biskupstungna.
— Dagrenning2) í Lundarreykjadal.
Um leið og þessum félögum er þakk-
að fyrir góð skil, eru hin, sem eftir eru
ámint um að senda skýrslurnar, og skalt-
inn (til fjórðungs- og héraðssljórna), svo
fljótt sem auðið verður.
1) Með skáletii eru þau prentuð, sem sent
hat'a stjórn Sunnlendingafjórðungs skatt.
2) Frá Dagrenning vantar skýrslu.