Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1918, Síða 3

Skinfaxi - 01.08.1918, Síða 3
SKINFAXI 59 ur og fékk brátt óvanalega mikið orð á sig. Nú hefir hann um siðari sumur ferðast nokkuð um landið til að mála, bæði um Borgarfjöfð, Suðurláglendið, og nú i sumar um Eyjafjörð og Mývatnssveit. Með hverju ári heíir honum stórfarið fram. Einkum hefir honum tekist vel við hina miklu fegurð Mývatnssveitar, enda mun sú för vera hans besta. Nú með haustinu sigldi Brynjólfur til Danmerkur í málaraskóla. Ef gæfa er með munu íslendingar frétta af honum það sem gott er að heyra. Enginn landi hefir áður komist jafnlangt í málaralist eins og hann með sjálfsmensku einni saman. J. J. Bókasöfn Bandaríkjanna. I. Fyrir nokkrum árum kom út bók eftir sænska konu* um bókasöfn og })jóðarupp- eldi. Þar segir höf. frá ferð sem hún fór árið 1907 um Bandaríkin til þess að skoða bókasöfn, stofnun þeirra og starfrækslu alla þar í landi. Fékk hún til þess styrk úr ríkissjóði Svía. Hafa bæði þeir og flestar hinar mentaðri Norðurálfuþjóðir mjög tekið 'sér Bardaríkjamenn til fyrir- myndar um bókasafnsstarfsemina. Er það öllum heimi kunnugt hversu þeir í því efni skara langt fram úr öðrum þjóðum, nema ef vera skyldi að frændur þeirra Bretar væri þeiin að sumu jafnsnjallir. Benjamín Franklín mun hafa stofnað fyrsta bókasafnsfélagið í Fíladelfíu 1732. Frá þeim tima breiðist þar út hugmyndin um bókasöfn handa alþýðu. Þau eru stofuuð víðsvegar um fylkin, stækka og og fjölga, en fasl skipulag kemst ekki á starfsemina fyr en eftir 1875. Það ár *) Greinin er samin eftir IVásögn hennar. stofna bókasafns frumherjar samband sem tekur yfir öll fylkin. Sama ár taka þeir að gefa út sérstakt tímarit til þess að ræða um mál bókasafnanna og túlka gagnsemi þeirra fyrir alþýðu og stjórnarAöldum. Það ár safnar landsstjórnin skýrslum um starfsemi bókasafnanna og allan hag og gefur þær út. Þá voru komin bókasöfn á víð og dreif um öll fylkin, voru 2000 söfn er töldu 1000 bindi og þar yfir. Nú mátti heita að komið væri fast skipulag á framsókn þeirrar stefnu, að gera bóka- söfnin að voldugu allsherjar menningar- tæki, fullkomlega sjálfstæðu fjárhagslega og að öllu leyti samboðið skólunum. Og það hefir forvigismönuum stefnunn- ar tekist siðan. Bókasöfnin í Bandaríkj- unum eru orðin alheimsfyiirmynd. Þau eru orðinn sá mentameiður er teygir lim sitt yfir hverja borg og sveit, hvert heim- ili í öllu landinu og seður fróðleiksþorsta ungra og gamalla og stefnir þeim öllum fremur til manndáða og göfugra lífsnautna. Nokkrar tölur sýna framfarirnar siðan 1876. Bindatalan í söfnunum hefir auk- ist um 374%, árið 1913 eru lánaðar út 59 milj. binda, tala safnanna hefir fer- faldast, 1876 voru til í bókasöfnum 12 milj. binda, árið 1913 87 miljónir. Hvað hefir gert bókasöfnin svona nyt- söm og öflug? Bókaverðirnir fyrst og tremst, segja Bandaríkjamenn. Þeir hafa án afláts veitt málefninu þann stuðning sem unt hefir verið, bæði í riti og ræðu og með ótrauðu starfi innan fjögra veggja. Sama gildir um samband bókasafnanna þar í landi og hina mörgu stuðningsmenn þess, tímarit þess og smærri félagsheildir víðsvegar um fylkin. Með störfum sínum, fundahöldum og llugritum hefir þeim tekist að skapa almenningsálit stefnunni í vil. Kenning bókasafnsvinanna eða sú hugs- un er stendur að baki hinni öflugu fram- sókn þeirra er eitthvað á þessa leið. Þeg- ar börnin hafa tekið „fullnaðarprófið11 og

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.