Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1919, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.01.1919, Blaðsíða 3
SK1NFAX1 3 «kki einungis aö setja heimilsbrag á bóka- safnið, heldur er þeim og ætlað að hafa göfgandi áhrif og vekja áhuga aðsækj- endanna á að kynnast þeim mönnum og viðburðum, sem þær eru af; vera hnykill sem velti á undan mönnum um völundar- hús þekkingarinnar. Annað, sem eigi síður eykur á heim- ilisbraginn er það, að mönnum er viða leytður aðgangur að bókahyllunum. Notk- unarreglurnar eru fáar og einfa dar og sist af öllu er ró manna raskað inni i bókhlöðunum með því að hampa þar ströngum reglum eða láta menn kenna mjög á gæsluvaldi. Þá er borin umbyggja fyrir að jafnan sé hreint og heilnæmt andrúmsloft innanhúss og gólf og stigar húsgögn, hyllur og bækur iðulega þvegið. En þrátt fyrir alt þetta vakir sífelt sú hugsun að það sem starfsemi og árang- ur hennar mest velti á sé þó ekki húsa- gerð og herbergjaskipun né önnur áhöld, heldur alúð starfsmannanna — bókavarð- anna. I mannmörgum borgum yrði allof lang ef hver maður ætti að sækja til sama út lánsstaðar. Þvi er skipulagið þannig, að i borgarmiðju stendur aðalbókasafnið, en víðsvegar um hverfi borgarinnar eru svo smærri og stærri deildir Sumar þeirra hafa geymdan allmikinn bókaforða, leslr- arsal og margt af þægindum aðslsafusins- Aftur eru aðrar eingöngu útláns og inn- heimtustöðvar. Aðalbókasafnið er þunga- miðja starfseminnar. Þar er mestur bóka- forðinn. bækurnar keyptar, buudnar, flokk- aðar og skrásettar. Bókaskrár eru þar prentaðar handa deildunum og þaðan eru sendar út til deildanna þær bækur, sem á hverjum stað hefir verið beðið um. Get- ur hver maður beðið um bók i hverri deild sem er og skilað henni aftur, hvort heldur sem hann vill i aðalsaíninu eða einhverri annari deild. Gott dæmi um gagnsemi þessa skipulags er það, að á ama árinu voru úr einum slíkum afhend- ingarstað í verslunarbúð einstaks manns, lánaðar til lesturs 40,000 bækur. Ef beð- ið var um bókina fyrir kl. 103° árd., mátti vitja hennar kl. 2, en kæmi beiðnin seinna þá fékst bókin kl. 9 morguninn eftir. Nú þurfa lántakendur ekki áreiðanlega að muna bókartitilinn, tii þess að fá úrlausn. Þeir þurfa ekki annað en biðja um bæk- ur um tiltekið efni og að þessum tima liðuum mega þeir vitja bóka um það, sem aðalsafnið hefir sent deildinni handa þeim, til athugunar og úrvals. Notkunarreglur um afnot almennings af bókasöfnunum eru fáar og næsta frjáls- legar, að undanteknum bókalánum heim til sin. Aðgang og afnotarétt hefir hver og einn sem hegðar sér sæmilega meðan hann dvelur innanhúss. Lestrarsalar með opnum skápum, blaðastofu og timarita, handbókasafn og aðstoð bókavarða, alt stendur þar til boða ungum og gömlum af öllum stéttum, og endurgjaldslaust. Bókarfregn. Dm íiskaklak. Guðm Davíðs- son. Rvik 1918. Guðm Davíðsson Skógfræðingur nýt- ur nú þeirrar ánægju, að einhver hin merkasta af tillögum hans, pjóðgarður- inn á pingvöllum, er nú komin svo á dagskrá með þjóðinni, að þar verður varla aftur snúið. Má gera ráð fyrir, að innan skamms verði alt pingvallahraun og þingstaðurinn friðhelgur reitur, þar sem hög mannshönd hjálpar til að græða þau sár, sem náttúrufegurð stað- arins hefir orðið fyrir á umliðnum öld- um. Eyðing og niðurníðsla islensku skóganna mun hafa beint höf. á þessar brautir. Hann verður einna fyrstur manna til, hér á landi, að halda fram

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.