Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1919, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.01.1919, Blaðsíða 6
6 S KINFAXI Ein mitt því, hve Ameríkumenn eru ná- kvæmir á þessu sviði, eiga þeir að þakka, hve góðir íþróttamenn þeir eru. „Style, s.iyle, stylc!“ (rétt lag, rétt aðferð) er það, sem íþróttamenn þeirra á öllum sviðuiri keppa að. peir vita af reynsl- unni, að „lagið“ er iþróttamanninum ó- hjákvæmilegt. Sem dæmi um þýðingu lægninnar, má nefna „Kúluvarpið“. í þeirri íþrótt, — þar sem háir menn og sterkir hafa þó frá náttúrunnar hendi áðalkostina með sér, — sigra iðulega litlir menn — ef til vill miklu lægri og kraftaminni en mótstöðumennirnir, — að eins vegna þess, að þeir hafa betra lag. (Dæmi 3. maður á Olymp. leikjun- um 1912). pegar maður íhugar nú, hve mikla þýðingu það hefir á íþróttasviðinu, að „strita með viti“, þá hlýtur manni ó- sjálfrátt að koma til hugar, hvort sama nákvæmnin og athyglin, sem leiðbeinir hreyfingum íþróttamannanna og sem á íþróttasviðinu hefir skapað svo stórkost- legar framfarir, geti ekki einnig haft þýðingu á öðrum sviðum, t. d. í ýmsum atvinnugreimun. Eg hafði átt töluvert við íþróttir, þeg- ar eg var svo heppinn að rekast á það í bók uin iðn mina, hvernig liraðvirkasti maður heimsins í þeirri grein vann verk sitt. Eg er m j ö g í efa um, hvort eg hefði nokkuð reynt til að eftirlíkja verk- aðferð hans, ef eg hefði ekki gegnum í- þróttirnar komist að leyndardómi lægn- innar og iðkanaþroskans. pess vegna reyndi eg að venja mig á starfs-aðferð hans, og — mér fór fram að afkasti um pþ—Yí', vann þá „accord’s“-vinnu, svo eg veit þetta nákvæmlega. — Eg skal taka það fram, að þetta var eftir að eg hafði starfað við verk mitt 8—10 ár, sem „meðalmaður“. pað var áður en vinnu- vísindin komu til sögunnar alment hér. (Eg get um þetta, vegna þess að eg tel íþróttunum þetta til gildis, en ekki mér). Ameríka er átthagi vísindalegra í- þróttaiðkana. En hinn mikli árangur, sem komið hefir í ljós á þvi sviði, við það að hver hreyfing er athuguð vis- indalega og iþróttamönnunum svo leið- beint samkvæmt því, hefir komið mönn- um i skilning um, að einnig á öðrum sviðum (atvinnusviðunum) mætti fá „mannvélina“ til að starfa með meiri árangri. Og vinnuvísindin eru eflaust frá þeim rótum runnin, enda fósturland þeirra liið sama. Ef vinnuvisindin eru þannig til komin, sem miklar líkur benda til, þá á heimurinn iþróttunum mikið að þakka nú þegar, og verður þó meira síðar. — Og enn ein spurning brýst fram í huga manns, þegar hann hefir komist að þessum leyndar- dómi: Er ekki hægt, með hæfilegri tamningu, einnig á andlega sviðinu, að ná hlutfallslega sama þroska? Er ekki hægt að styrkja afl hugans? Er ekki hægt að æfa upp kosti mannssálarinnar og burtu ókosti? — Iþróttamaðurinn ef- ast varla um þetta, sé viljinn og við- leitnin til þroska jafneinlægur og ein- beittru og á iþróttasviðinu. En fyrir liinum, sem aldrei hefir við íþróttir fengist, er þetta miklu óljósara. Og sá maðurinn, sem liefir sterkari vonina og trúna, verður í lífsbaráttunni alt af sá sterlcari. pví lífsbaráttan er að miklu leyti barátta við eigin ágalla, líkamlega eða andlega. — pessi áhrif íþróttanna á sálina, gera manninn því hæfari til að lifa. — Eg álít þetta einn hinn þýðingar- mesta og stórbóta-vænlegasta leyndar- dóm lifsins. íþróttirnar þroska einnig vald sálar- innar yfir líkamanum, sem oft er hægt að sjá á algengum hreyfingum og til- burðum íþróttamanna. Snarræði og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.