Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1919, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.01.1919, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI (degeneration) þeirri, andlegri og lík- amlegri, sem oftast er fylgifiskur stór- borgarlífsins, og veldur svo miklu um þá spillingu í hugsunum, orðum og at- höfnum, sem þar kemur i ljós. Áhrif þeirra á hina líkamlegu úrætting, kemur vel fram, þegar börnin eru tekin ung og látin hafa nægilega og holla lireyfingu daglega, helst undir eftirliti góðs kenn- ara. J?au þroskast vel sem börn, og verða síðar myndarlegt fólk; myndarlegri en aðrir jafnaldrar, að öðru jöfnu, jafnvel þó úrættingar-einkenni séu einhver á foreldrunum. — Hugsanirnar verða oft- ast hreinni, skýrari og hollari hjá ung- ling, sem mikið er undir beru lofti, og heldur líkama sínum hreinum, heldur en hjá hinum, sem er innibyrgðuroglitla hreyfingu hefir. — Hreint loft — hreint blóð. Hreint blóð — hreinar hugsanir. Hreinar hugsanir — hreint siðferði. Hreint siðferði — hreint líferni. Ennfremur halda iþróttirnar iðkend- um sínum frá óhollum nautnum og slæmum félagsskap. í sambandi við álirif iþróttanna á úr- ætting í stórbæjunum, og með tilliti til hins stórkostlega iþróttalífs amerísku stórbæjanna, er það eftirtektarverð klausa, sem stóð í einu ísl. blaði eigi alls fyrir löngu, og tekin hafði verið úr ein- hverju amerisku tímariti: „í stórbæ ein- um i Ameriku er skraddara-ætt, sem haldið hefir bækur yfir „mál“ skiftavina sinna í meir en 100 ár. Út úr þessum bókum hafa menn lesið, að íbúarnir hafi hækkað um iy2 þum'l., brjóstmál aukist um 2 þuml. og mittið grenst jafnmikið. Vonandi nær þetta nú einnig til fleiri bæja.“ — þetta eru stórkostlegar fram- farir. En því miður er ekki hægt að sjá, hvort framförin er jöfn ár frá ári alla öldina, eða hvort framförin hefir orðið stórstígari er íþróttahreyfingin kom til sögunnar. Mjög líklegt er þó, að svo hafi verið, því framfarirnar eru þannig lagaðar, að auðséð er, að þær stafa frá hollri og alhliða hreyfingu. En við það að bær stækkar, — sem þessi bær hefir auðvitað gert; ef til vill margfaldlega, á þessu tímabili,—minkar einmitt útivinna og hreyfing íbúanna á þann hátt; íbú- arnir hafa miklu meiri kyrsetur og inni- vinnu en á meðan bærinn var minni. Og iþróttalífið hefir sýnt það, að það gerir meira en að jafna upp mismuninn á inni- og útivinnu, undir venjulegum kringumstæðum, hvað hollustu og lík- amsþroska snertir. Eg get því varla hugsað mér aðra ástæðu þessara miklu likaml. framfara, en vaxandi íþróttalíf. íþrótta-iðkanir, í sambandi við hæfi- lega andlega mentun og menning, eru og verða besta og eðlilegasta leiðin til mannræktar og mannkyn(s)bóta. Af því, sein eg hefi nú sagt, sést, að gildi íþróttanna er mikið og margvís- Jegt, og á fleiri sviðum en margir hugsa. Og takmarki sínu, að hressa og hreysta líkama og sál, ná þær fullkomlega. pví miður hefi eg ekki getað tekið hin einstöku atriði svo nákvæmlega fyrir sem skyldi; en hefi reynt, að drepa á það helsta, sem min litla reynsla og þekking bentu mér til. (Erindi þietta átti að iflytjast að enduðu íþróttaniámsskeiði því, sem haJdið var að Vailiþjófsstað á síðastl. vori. En eg hætti við það, vegna þess iað flestir námssveinar voru þá farnir burtu (siðasta daginn); áileit, að það imundi iþá ná betur til þeirra', með því að koma í S'kinfaxa, og mér lelkki lagið að halda langar ræður. Eg hefi leyft mér smá- breytingar frá hinu upphafilega uppkasti.) Ritstj.: Jón Kjartansson. Félag8inentsmiöjan.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.