Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.1919, Qupperneq 6

Skinfaxi - 01.05.1919, Qupperneq 6
38 SKINFAX) Sumt köllum frelsi, sem fjötur þó er, sá fær því ei rift, er ei glögt þctta sér. Já, mál er nú komið að vorinu veitum í vonþyrstar sálir hvers einasta manns. Vor yfir borgum og vor yfir sveitum, og vor yfir sænum er ætlunin hans, isem vorið oss gaf til að verma oklcar sál og vernda í oss kærleikans eilifa bál. Maí 1919. K a k a 1 i. Gæfan hló. Gæfan hló við garðinn þinn og gaf þér undir fótinn. Henni strax ei hleyptirðu inn, þú hélst að hún biði við garðinn þinn uns hefðrðu tima’ að taka henni á móti. Svo bjóstu þig i besta skart og brúði fagna vildir. Að gripa i tómt er heldur hart það hlaustu reyna, þú ætlir vart að gegna seint, er gæfu fagna slcyldir. K a k a I i. Félagsmál. Fjórðungsþing U. M. F. Vesífjarða. 7. fjórðungsþing U. M. F. Vestfjarða var haldið að Núpi í Dýrafirði dagana 4. og 5. apríl 1919. Á þinginu voru mættir 15 fulltrúar frá 10 félögum af 13, sem eru í fjórð- ungssambandinu. í fjarveru forseta (Björns Guð- mundsson) stýrði vara-forseti Kristján Jónsson (frá Garðsstöðum) þinginu. Við þingsetningu mintist vara-forseti fráfalls hns ágæta og áhugamikla æsku- leiðtoga, Guðmundar Hjaltasonar, og bað fulltrúana að taka undir það með því að standa upp. Helstu gerðir þingsins voru: 1. Heimilisiðnaður. Till. samþykt í einu hljóði: „júngið álitur, að eins og að undan- förnu beri að styrkja að minsta kosti eitt námsskeið innan fjórðungsins með nokkrum fjárstyrk, og þá helst þau fé- lög, sem eigi hafa notið hans fyr. Einnig felur fjórðungsþingið fulltrúum sínum, að styðja þetta málefni lieima fyrir, hver í sínu félagi, bæði með því að styðja að aukinni iðjusemi og með ]?ví að efna til sýninga á þeim munum, sem unnir kunna að verða.“ Viðaukatill. var samþ. með 8 samhlj. atkvæðum, svohljóðandi: „U. M. F. Örn í Bildudal veilist 50 króna styrkur úr fjórðungssjóði til heimilisiðnaðarnámsskeiðs á næstkom- andi vetri.“ 2. Fyrirlestrastarfið. Svohljóðandi till. frá starfsmálanefnd samþ. með öll- um greiddum atkvæðum: a. „Fjórðungsþing Vestfirðingafjórð. ungs 1919 skorar á sambandsstjórn U. M. F. íslands að útvega fyrirlesara, sem ferðist milli félaganna innan fjórð- ungsins næstk. vetur. Einnig ætlast ]?ingið til, að stjórn fjórðungsins sjái um, að fyrirlestrastarfsemin falli ekki niður, þó sambandið sendi ekki fyi’ir- lesara. Enn fremur er fjórðungsstjórn- inni falið, að hlutast til þess, að fyrir- lestrarnir fari að mestu fram fyrri hluta vetrar.“ b. „Fjórðungsþngið skorar á sam- bandsstjórn U. M. F. íslands að hlutast til um það, að hæfur maður taki hið allra bráðasta upp fyrirlestrastarfsemi Guðm. Hjaltasonar.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.