Skinfaxi - 01.06.1919, Blaðsíða 3
SKINFAXI
43
að lirapa, hafa komist alla leið fram á
dauðans brún, og jafnvel verið byrjaðir
að hrapa. peir liafa frætt okkur um
það, hvernig það muni vera að hrapa,
og svo hafa okkar eigin tilfinningar og
ímyndanir bætt við og málað nálcvæm-
ar myndir af hrapinu. — En það eru
til margvísleg hröp, bæði efnisleg og
andleg. örskotsliröp og endalaus og
eilífðarkend, en þau eru oft eklci betri
en hröpin, sem telja tíma sinn í selc.
eða broli úr sek., og enda í helurð eða
dauðans djúpi. Eða finst þér það?
Hefirðu séð snjóinn renna niður
fjallahlíðarnar, hægt og sígandi fyrst,
en síðan hraðar og hraðar, en altaf
þungan og óstöðvandi og seilast eftir
hverri grein og hverjum stcini á leiðinni
og sópa öllu með sér niður á jafn-
sléttu ?
Eða liefirðu máski komist upp á efstu
turnana á loftköstulum æskudraum-
anna. Verið búinn að byggja þér háar
framtíðarhallir, og séð möguleikann til
þess að allar draummyndir þínar gælu
orðið að verulcik. Og svo — svo hefir
alt hrunið íill grunna í hendingskasti
og molað þig sjálfan undir rústunum,
broitð þig og slitið, en þó ekki alveg
drcpið ?
Eða hvernig heldurðu að það sé, að
komast upp í tígnarsæti mannanna og
sjá heiminn blasa við fyrir fótum sér,
og geta litið yfir alt, sem drottinn
hefir gert, og gleðjast af fegurð og
þægindum lifsins og sjá miljónirnar,
sem búa niðri i duftinu, Iita upp lil
þin. Vesalings bjálfana sem alla æfi
sveittust blóðinu til að vinna sér til
matar og fata, en höfðu þó aldrei nóg
af hvorugu. Og höfðu aldrei tíma til
að líta upp úr rykinu til að dáðst að
og njóta fegurðar láðs og lagar. Hvað
þá heldur að þeir þektu eitt einasta
land í andans heimi. En þeir urðu að
vinna svona til þess að hásæti þitt yrði
nógu hátt og veglegt. Og svo ertu samt
dæmdur til að missa þessi dýrkeyptu
gæði. Hrapa úr hásætinu, ekki háls-
brolna cins og Elía, heldur koma lifandi
niður til að finna muninn og kveljast
enn meira þess vegna. Finna þig lækka
i metorðastiga heimsins og í augum
hans þangað til þú ert orðinn einn af
þeim lægstu þá hefirðu ekki lengur
neitt að missa i heimsins augum, því að
þá er þér enginn gaumur gefinn af
lionum ?
pá lendirðu niðri í sorpinu, hjá
skrílnum svo kallaða. þar mætirðu einu
af tvennu: Meðaumkun, samúð og
hjálpsemi, eða þá gleði blandinni fyrir-
litningu af þeim, sem eru svo miklir
ræflar, að þeir telja sig þá betri þér,
og gleðjast í illgirni sinni yfir óláni
þínu. Hinir fyrtöldu eru sterkastir og
bestir allra manna þrátt fyrir alt sorp-
ið, sem þeir lifa í.
þegar þangað er komið byrjar oft
síðasta og Versta hrapið, sem endar
æfinlega með dauða. Dauða ræfilsins
—- hræðunnar. — pá fer þú að hrapa
í þínu eigin áliti. Missa valdið og virð-
inguna á sjálfum þér. pá fyrst er öll
von úti, og þá fyrst þarf sannarlcgt
kraftaverk til að bjarga.
Varðveittu þig frá því lirapi sem
lengst. Reyndu ávalt að bjarga síðustu
leifum þínum sem manns með sjálfs-
virðingu. Neistanum úr sál þinni, þvi
guðlega. Annars missirðu alt, guð lika.
pví sá sem ekki trúir á neitt í sjálf-
um sér, trúir ekki á guð, ekki á neitt,
því guð er í okkur sjálfum og svo skyld.
ur því besta í okkur, að erfitt er oft að
greina á milli. — En guð er ekki í heim.
inum, þess vegna gerir minna til um
hrapið úr áliti hans. petta virðist nú
vera tvísögn, en svo er þó eklci. pað,
sem kallað er „heimur“ i þessu sam-