Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1919, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.06.1919, Blaðsíða 6
46 SKINFAXI starfi með líku skipulagi og U. M. F. í. þó þannig, að í það gangi ekki einstök félög, heldur liéraðssambönd, og sendi þau fulltrúa á sambandsþing. Sam- bandsþing sé haldið annaðhvort ár, til skiftis í ýmsum landshlutum. Sé þar kosin stjórn, er starfi milli þinga. 10. Ungmennafélögin og Framfara- félögin áliti sig eins og ívær deildir í sömu félagsheild, er hafi það verkefni, að efla menningu þjóðarinnar. Allir, scm ná 25 ára aldri í ungmennafélög- unum og ganga úr, séu þá þegar taldir félagsmenn í Framfarafélögunum. Ef menn innan 25 ára aldurs æskja inn- göngu í Framfarafélögin, geti þau veitt leyfi til þess, ef ástæður þykja til. Fé- lagsmenn hvors félags hafi málfrelsi og tillögurétt á fundum hins félagsins. Samvinna eigi sér stað milli félaganna um þau málefni, sem bæði varða, enda brjóti hún ekki bág við aðalstefnur þeirra. Taki ungmennafélögin fjárhags. legan þátt í framkvæmdum, þá sé það að eins með frjálsum framlögum. pað sé tekið skýrt fram í stcfnuskrá Fram- farafél., að þeim sé skylt að veita ung- mennafélögunum allan þann styrk, sem þeim er unt; sjá þeim fyrir fyrirlestr- um um fræðandi og siðbætandi efni, taka þátt í íþróttastarfsemi þeirra o. s. frv. — Tillögur þessar eru settar fram i stórum dráttum. En eg vona, að mönn- um verði það ljóst, að eg á við það eitt, að nú sé orðið tímabært, að skifta liði, en síefna þó samt sem áður öll að sama marki. Vil eg nú fara um þær nokkur- um orðum í þeirri röð, sem þær eru, til frekari skýringar og áherslu. (Framh.). Úti-íþróttir. III. KAFLI. Hlaup. (800—1000—1500 m.). ------ Frh. Næsta vegal. við 400 m. er 800 m. offast talin. Einstaka sinnum eru þó 500 metrar hlaupnir, en 600 eða 700 m. eru næstum því aldrei hlaii]mir, og á Olympisku leikskránum er 800 m. alt af næsta vegal., og þar næst 1500 m., en 1000 m. eða 1 km. er einnig oft hlaupinn á erlendum leikmótum — hefir samt aldrei verið hlaupinn á Olympisku leikjunum — og því tek eg þá vegal. hér með, því að sömu æfing- arreglur eru notaðar við öll hlaupin. Við þessar vegal. (miðlungsvegal., sem svo eru oft nefndar) er viðhaft alt annað hlaupalag en í áðurtöldum hlaupum. í spretthláupunum, a. m. k. þeim fyrstu, er allur líkaminn, svo að segja, spentur til hins itrasta, til þess að ná hraðanum sem mestum. En í miðlungshlaupunum er efri hluti lík- amans og handleggirnir miklu lausari. Hreyfing þeirra vcrður að vera svo laus og liðug, að hún hefti ekki öndunina á nokkurn hátt, því að á henni hvilir hlaupið að mjög miklu leyti. Hand- leggjunum er haldið þannig, að fram- handleggurinn er í beinan vinkil við upphandlegginn og sveiflað fram og aftur með hliðunum við hvert skref, framsveiflan er þó ekki alveg beint fram heldur dálítið inn á við, svo að ef báðum handleggjunum væri sveiflað fram í einu, yrði 10—15 cm. bil milli handanna að framanverðu. Líkaminn hallast dálítið áfram, svo að hlauparinn „fellur“ fram í næsta skref. Höfðinu má einnig halla svo lítið áfram; ann- ars er höfði og líkama haldið i svo eðli-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.