Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1919, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.06.1919, Blaðsíða 8
48 SKINFAXI ið, enda þótt að honum entist eigi ald- ur til að ljúka baráttunni til fulls. Há- tíðahaldið er tákn þess, hvc þjóðin met- ur óeigingjörn störf, sem unnin eru í þágu fjöldans. Og einmitt þess vegna munu þau geta blásið að eldi hugsjón- anna í brjóstum margra alinna og ó- fæddra íslendinga, og hvatt þá til að vinna í anda hins mikla göfugmennis. pað er því vel farið, að verið er að gera 17. júni að hátíðisdegi; við hættum ekki fyrri en hann verður gerður að hrifandi helgidegi. Að þessu sinni höfðu iþróttafélögin í Reykjavík forgöngu hátíðahaldsins og var aðal- kjarni þess íþróttasýningar á íþrótta- vellinum, íslands-glíman, fimleikasýn- ing Iþróttafélags Reykjavíkur og knatt- spyrnideappleikur milli sveitar þeirrar, sem talin er að vera best á landinu, og keppa á við „Academisk Boldklub“ í sumar — og v^amanna hennar. Einna mestum tíðindum þótti sæta, að Sigur- jón Pétursson misti Grettisbeltið og lilaut það Tryggvi Gunnarsson, úr Rvík, og þar með sæmdarheitið glímukon- ungur íslands. Menn höfðu orð á því, að þcim þætti eigi ísl. gliman þarna á mótinu svo fögur sem skyldi og mun það hafa stafað af því, að þarna glimdu eingöngu afburðasterkir menn, litt eða ekkert samæfðir, og við slík tækifæri verður naumast komist lijá allmiklu kappi. Á Akureyri stóð ungmennafélag- ið þar fyrir hátíðahöldum. Er svo sagt, að það hafi farið mjög prýðilega fram. Skýrslur hafa þessi félög sent sambandsstjórn síðan kvittun kom í 4. blaði: U. M. F. Vísir í A.-Skaftafellssýslu. Gnúpverja í Eystri-Hrepp. Gnúpa-Bárður í Fljótshverfi. Fram í Hjaltastaðaþinghá. — Dagsbrún i Miklalioltshr. SKINFAXI. Mánaðarrit U. M. F. í. Terð: 2 krónur. — Gjíilddagi fyrir 1. júlí. Ritstjóri: Jón Kjartansson, Skálholtsstíg 7. Pósthólf 516. í hlanpmn er ómögulegt að ná tímanum nema með sérstaklega gerðum úrum (stoppúrum) sem taka sekúndur og sekúundbrot (yí og Vio) °S hægt er að stöðva í einu vetfangi. Hér á landi liefir vcrið mjög vont, og næstum ómögulegt, að ná í þessi úr, en hins vegar margir viljað fá sér þau og þau ómissandi til þessa (þau eru líka nauðsynleg á mörgum öðrum sviðum, t. d. við kappslátt). Eg hefi vitað um þessa vöntun, og reynt að hæta úr henni með því að útvega þau frá útlöndum. Mér liefir nú tekist að ná í nokkur stykki og býst við fleir- um bráðlega. pessi úr scl eg á meðan þau hröklcva á 36 kr. + burðargjald. Ungm.fél. eða íþróttamenn, sem vilja eignast úr af þessari gerð, geri svo vel að tilkynna mér það sem fyrst. (Eftir leikreglum í. S. í. á tíminn að takast með 2 eða 3 úrum, svo að gildur sé, sem met. Og gcta þá tvö nágrannafélög, sem eiga hvort sitt úr, léð þau á víxl og skiftst þannig á, svo að gilt verði lijá báðum.). 30. júní 1919. ólafur Sveinsson, Laugaveg 31. Rvík. U. M. F. Svarfdæla. — Akureyrar. Framtíð í Hrafnagilslireppi. — Kári i Dyrhólahreppi. F élagsprentsmiSj an.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.