Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1921, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.08.1921, Blaðsíða 1
5. BLAÐ KEYKJAYÍK, ÁGÚST 1921. XII. ÁR Á VARP. Með þessu tölublaði tek eg við ritstjórn SKINFAXA, fyrst um sinn til áramóta. Vil eg því nota tækifærið til að segia göml- um ungmennafélögum sem enn eru svo ungir, að þeir lesa línur þessar: Þökk fyrir síðast! Hinni yngri kynslóð U. M. F. í. er eg að mestu ókunnugur enn. Það er einlæg ósk mín og von, að viðkynning vor og samvinna megi verða góð og farsæl, og að sama djúp- streymi tilhneiginga og starfsvilja megi þar ráða stefnu sem fyr á árum: í s landi alt! Helgi Valtýsson. Heima og erlendis. Eftir Gudmund frá Mosdal. III. Nú er það vert að íhugað sé hvað liggur fyrir okkar ungmennafélögum og hvað þeirra bíði — eftir að hafa lítið eitt borið saman þau og hin norsku. Það ræður jafnan miklu um framtíðar- veg sérstakrar stefnu eða annara fram- kvæmda sem til er stofnað hvernig kring- umstæðurnar eru. En hitt varðar þó altaf mestu á hverju sú stefna byggist. Sú alda sem þýtur upp fyrir gönuhlaup tild- urs og hégóma án þess að byggjast á þeim þörfum sem tímarnir heimta og hefir enga þjóðlega rótfestu, hún er vís að hverfa aftur jafn snögglega og hún er komin þegar minst varir og verður aldrei til heilla nema miður sé. En hinsvegar sú stefna sem skapast hefir við þarfir þjóðar eða mannflokka, og nytsemi þeirra — eins og ungmennafélögin hafa gert — hún á rætur sínar í þjóðlífinu sjálfu. Slík stefna er jafnan vís til þrifa og heillavænlegrar frambúðar ef rétt er á haldið. Og engin stefna hér á landi er jafn líkleg þjóðfélag- inu til nytsemdar og menningarlegra um- bóta eins og ungmennafélögin. En það kreppir allmikið að mætti þeirra nú svo að mjög er tvísýnt um framtíðina nema hinum nýtilegustu ráðum sé beitt. Það er líkt og nú séu einskonar vega- mót fyrir ungmennafélagsskapnum hér á landi. Eldri félagarnir taka óðum að drag- ast trá eða sleppa hendi sinni af félags- skapnum, og þá yngri vantar bæði getu og trú til framhalds og framkvæmda á eigin spýtur. Og svo getur farið að félög sofni sumstaðar útaf við skiftin. Það vant- ar hér þetta sem félögin í Noregi hafa^ traust band milli aðstoðar þeirra eldri og táps þeirra yngri. Verkefnin fyrir ungmennafélögin eru hér meiri en nóg svo að aldrei hafa þau rneiri verið — og kraftana höfum við líka ef þeim er réttilega áskipað. Nú um tíma gengur sú óöld um »allar jarðir« sem veld- ur vandkvæðum og árekstri á flestum lífs- vegum manna: viðskiftalífi, atvinnuvegum, háttum, skoðunum o. s. frv. Alstaðar verð- ur því nauðsynlegt að gripin séu hver góð

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.