Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1921, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.08.1921, Blaðsíða 2
i8 SKINFAXI Skinfaxi Mánaðarrit U. M. F. I. Verð 2 krónur. — Gjalddagi fyrir 1. júlí. Ritstjóri: Helgi Valtýsson, Pósthólf 533 Afg'reiðsla og innheimta — 516 ráð sem að haldi mega kom. Hjá ná- grannaþjóðunum (einkum Norðmönnum og Svíum) hafa menn séð það happadrýgsta ráöið nú, að búa sem allra mest að sínu. Það er að segja: Efla og hagnýta alt það innlenda sem mest. Og skapa hætti sína og fyrirkomulag alt eftir því sem þjóð- erninu er eðlilegast og hentugast. Okkur er ekki síður vert að breyta á þann hátt og hallast þar að ráðum hins fornkveðna: »Bú es betra þótt búkot sé, holt es heima hvat«. Þetta er og útvalið verkefni fyrir ung- mennafélögin hér, því það er eitt af þeirra beinustu áformum, og með því að stuðla alstaðar rækilega að slíku ynnu þau þjóð- félaginu meira gagn en nokkru sinni fyr. Aldrei höfum við haft meiri þörf á því að bjargast sem mest við okkar eigin gæði. Ungmennafélögin ættu að kosta alls kapps um að kenna mönnum að »Hér er nóg um björg og brauð«, og að »Þetta land á ærinn auð ef menn kunna að nota ’ann«. (Nl.) Molar. i. Útgáfusjóðurinn. Á síðasta sambands- þingi var samþykt að stofna útgáfusjóð innan U. M. F. I., til þess að gefa út bækur og ritlinga um ungmennafélags- mál; var sjóðurinn stofnaður með það fyr- ir augum, að þeim ungmennafélögum sem ekki vinst tími til að vinna í félagi, gæf- ist kostur á að styðja félagsskapinn með íjárframlögum, ef ástæöur þeirra leyfa það. Má geta þess að önnur félög hafa tekið upp þennan sið, eftir ósk þeirra félags- og stuðningsmanna, sem ekki hafa átt kost á að vinna í félögunum. Enginn vafi er á því, að þessi sjóðsmyndun er bráðnauð- sýnleg fyrir félagsskapinn. Samvinna. Ungmennafélagar, sem dvelja í Reykjavík að vetrinum, gerðu vel í því að gefa sambandsstjórn U. M. F. í. kost á að kynnast þeim; gæti hugsast að af því leiddi aukin samvinna og kunnings- skapur milli sambandsstjórnar og ungmenna- félaga út um land. Bækur U. M. F. í. Enn þá er talsvert til af bókum sambandsins: Þjóðfélagsfræði, Skógræktarritið, Nýju skólarnir ensku og Um ungmennafélög íslands. Bækur þessar eru afaródýrar og andvirði þeirra rennur í útgáfusjóðinn. Ungmennafélagar verða að eiga þær bækur, sem U. M. F. í. hefir gefið út. Skinfaxi. Undanfarið hefir blaðið átt að koma út annan hvern rnánuð, en nú verður þessu breytt þannig, að það kem- ur út mánaðarlega, en varia nema fjórar síður; veldur því peningaleysi. Búist var við að mönnum þætti vænna um að fá blaðið þéttara þótt minna sé. Svo fljótt, sem ástæður leyfa, verður blaðið í fullri stærð, en það er á valdi kaupenda, hvort þess verður langt að bíða. Ritstjórnin. Helgi Valtýsson hefir tekið vel í það, að vera ritstjóri til áramóta, og þá ef til vill lengur, ef vel horfir; vona eg að það sé gleðiefni bæði ungum og göml- um ungmennafélögum, því Helgi er að góðu kunnur í þeirra hóp sem annarstað- ar — einn okkar allra bezti félagsmaður. Afgreiðslan. Ef til vill hefir útsendingu blaðsins verið eitthvað ábótavant. Það eru því vinsamleg tilmæli mín, að kaupendur láti mig vita hvað þá vantar af blaðinu, skal eg þá senda þeim það svo fljótt, sem tími vinst til.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.