Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1921, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.08.1921, Blaðsíða 3
SKINFAXI 19 Innheimtan. Eins og nú stendur, á Skinfaxi töluvert fé í útistandi skuldum; veröur með haustinu gengið rækilega að því, að ná þessum skuldum inn. Helst hefir mér litist á það að skrifa ungmenna- félögum, og einstökum dugnaðar og áhuga- mönnum, og senda þeim lista yfir skuld- uga kaupendur í þeirra sýslu eða nágrenni. Vonast eg eftir því, að góðir ungmenna- félagar liggi ekki á liði sínu, enda er það ekki vansalaust, að blaðið geti ekki þrifist fyrir vanskil, þar sem það er eign U. M. F. og mest keypt af þeim. Flutningurinn. Um langt skeið hefir Skinfaxi verið prentaður í Félagsprent- smiðjunni, og á hann þaðan endurminn- ingar. Með þessu blaði byrjar prentsmiðj- an Acta að prenta blaöið. Flestir eigend- ur hennar eru starfandi ungmennafélagar, og munu þeir ekki láta sitt eftir liggja, að blaðið líti vel út — að því, sem í þeirra valdi stendur. M. S. Sambandsstj órnin. Sambandsþingið í vor gerði þá breytingu á skipun sambandsstjórnar að nú eiga þar sæti fimm menn, sem hingað til hafa aðeins verið þrír. Ber það til að mikil störf hvíla á stjórninni og algerlega ólaunuð, hún er skipuð til 3ja ára í senn og reynsla fyrri ára bendir ótvírætt á að einir þrír menn geti ekki lagt fram næga krafta til stjórn- arstarfanna svo lengi. Hinn nýi sambandsstjóri heitir Magnús Stefánsson úr Eiðaþinghá á Héraði. Hann er garpur mikill um allskonar íþróttir, mjög áhugasamur ungmennafélagi, og manna liðtækastur til hverskonar félags- starfa. Hann var fyrst einna bestur félagi heima í sinni sveit og síðar í Ungmenna- sambandi Héraðsbúa. Síðastliðinn vetur varð hann formaður U. M. F. Reykjavík- ur og hefir það félag síðan starfað all mikið. Auk þess hefir Magnús unnið mikið starf í glímufélaginu Armann hér í bænum. Skinfaxi vill því af alhug árna sam- bandsstjóranum nýja allra heilla að göml- um sið og væntir þess fastlega, að honum takist með aðstoð samherjanna að rétta við félagsskapinn eftir ok styrjaldaráranna. Það sem hér er sagt um Magnús er sagt til þess að þeir sem ekki þekkja hann jafnvel og sá er þetta ritar, geti vitað hver hann er og hvers má vænta, því að eitt af því sem félagsskap okkar má verða til þroska er það að þess sé getiö sem vel er gert. Þess vegna skorar blaðið á fé- lagsmenn hvarvetna á landinu að senda ritstjóranum fréttapistla af því helsta sem ber til tíðinda í félögunum. Sendið sam- bandsstjórninni fyrirspurnir og biðjið hana um hjálp ef þið eigið einhver áhugamál sem þið einir komið ekki fram, vera má að hún geti orðið ykkur að liði — miðill fjarlægra krafta er sameinaðir gætu rutt brautina til sigurs. I sambandsstjórninni með Magnúsi Stef- ánssyni er Guðmundur Davíðsson kennari og fyrrum sambandsstjóri, Guðrún Björns- dóttir frá Grafarholti og 2 úr síðustu stjórn Guðmundur Jónsson og Jón Kjartansson. Ef ungmennafélagar vilja snúa sér til einhvers úr stjórninni eða til hennar í sameiningu um einhver félagsmál eða til Skinfaxa, þá þarf ekki annað en merkja á bréfin auk nafnsins »Pósthólf 516 Reykja- vík«. Látið ekki dragast að koma áhuga- málum ykkar á framfæri. Því að það er ekki nóg þó að við megum vænta mikils af sambandssstjórninni í sameiningu. Til þess að koma málum félaganna í viðun- andi horf þurfa allir starfhæfir kraftar sem þau ráða yfir að taka höndum saman. X

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.