Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1921, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.08.1921, Blaðsíða 4
20 SKINFAXI Leíkmót íslands 1921. 17 Júní. (Nl.) Spjótkast (betri hendi). Þátt-takendur 5. 1. verði. Tr. Gunnarsson. Kastaði 39,51 metra. Islenskt met. Kringlukast (betri hendi). Þátt-takendur 5. 1. verðl. Arne Bratten. Kastaði 29,97 m. ísl. met er 31,93 m., sett 1920 af Frank Friðriksson, flugmanni. Kúluvarp (betri nendi). Þátt-takendur 4. 1. verðlaun Tr. Gunnarsson. Varpaði io.iS1/^ m. ísl. met er 10.83 sett af Frank Friðriksson 1920. Langstökk. Þátt-takendur 7. 1. verðlaun Tr. Gunnarsson. Stökk 5,97m. íslenskt met. Hástökk. Þáttakendur 5. 1. verðlaun Arne Bratten. Stökk 1.74 m. Islenskt met setti Osvald Knudsen, 1,60 metra. Þá keptu 4 félög í boðhlaupi, en í þetta sinn segi eg ekki frá úrslitum þar, en ef til vill gefst mér tækifæri að minnast á það síðar, sérstaklega. IV. Íslands-glíman. Að þessu sinni glímdu hana 13 menn, en hlutskarpastur varð hr. stud. jur. Hermann Jónasson, og munu menn mega vel við una, því hann er góður glímumaður, og þó að hann glímdi ekki sem best að þessu sinni, þá veit eg það, að hann á eftir að bæta fyrir það, því það getur hann. Annars vil eg leiða hjá mér að tala margt um þessa glímu, enda heíir það litla þýðingu, að setja út á eða hæla einstökum mönnum, og að þessu sinni varla hægt, því yfirleitt var glíman þunglamaleg, tilþrifalaus og ljót, og væri óskandi, að nú yrði hún ekki ljót- ari, en færi að taka framförum. En ef til vill þarf eitthvað að gera fyrir þessa íþrótt, til þess að sómi megi verða að henni fyrir þjóð vora, og ef til vill er það margt sem hægt væri að gera, ef víða væri góður vilji og áhugi. V. Niðurlag. Leikmót þetta fór sæmilega fram, og þó ekki betur en það, sem háð var síðastliðið sumar. Það verður þó alt af merkilegt að því leyti, að það er í fyrsta skifti, sem útlendir íþróttamenn keppa við okkur Isl. og sýna okkur yfirburði sína. Væri ósk- andi, að það mætti verða til þess, að áhugi ykist hjá ungum og framgjörnum mönn- um, konum sem körlum, og væri frændum vorum Norðmönnum þannig best launuð heimsóknin. Magnús Stefánsson. Til kaupenda: Undanfarið hefir verið talsverður rugl- ingur og dráttur á útkomu Skinfaxa, og valda því meðal annars fleira fjárhagsörðug- leikar og dýrtíð. Mun nú reynt eftir mætti að bæta úr misfellum þeim sem orðið hafa á útgáfu blaðsins og frágangi o. fl. Eru t. d. kaup- endur vinsaml. beðnir að leiðrétta á r t a 1- i ð í báðum þeim blöðum sem út liafa komið í ár. Þar stendur 1920. Einnig veldur mánaðartalan dálitlum ruglingi, ef hún er borin saman við innihald blaðsins o. s. frv. Þessa smámuni o. fl. eru menn beðnir að virða á betra veg. Með þessu tbl. er blaðið sett á rétta braut með mánaðatöluna, og hefir þá verið hoppað alveg yfir heila 3 mánuði. maí — júlí! Þykir það réttara en að verða jafn langt á eftir tímannum sem bæði er óviðkunnanlegt og óþægilegt á ýmsa vegu. Mun svo sambandsstjórn og ritstjóri reyna eftir föngum að bæta kaupendum halla þann, er orðið hefir, og vænta stuðnings allra góðra ungm.félaga að því starfi. ___________ Ritstj. Sambandsþingið 1921. Fréttir frá sambandsþingi verða því miður að bíða næsta blaðs sökum rúm- leysis í blaðinu. Prentsmiðjan Acta — 1921.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.