Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1921, Side 1

Skinfaxi - 01.10.1921, Side 1
7. I5LAD II RETKJAYÍK, OKTÓBEE 1921. XII. ÁH Afturelding. Forgöngumenn ungm.félaganna dreymdi fagra drauma. Þeir unnu landi sínu af al- huga og sáu þaö í fögrum framtíðarljóma í hillingum hugsjóna sinna. Þær hugsjónir voru svo bjartar og mildar að þær vörp- uðu dýrlegum fegurðarljóma um land alt. Þeim fegursta, er nokkru sinni hefir leiftr- að og skinið á landi voru. — En nú eru haustmörk j' þjóðlífi voru, og húmdökk kvöld og dapurleg. Ef til vill er nú dimmra fyrir stafni en nokkru sinni áður um langan aldur Hvað veldur! Auðvitað er það margt. Ofriðurinn mikli og afleiðingar hans, mun margur segja. Ætli það? Að minrii hyggju frekar það að menn hafa látið hugsjónir sínar falla, hér sem annarstaðar. Ef til vill mannjafn- ara hér á landi en annarsstaðar. Menn gleymdu öllu nema sjálfutn sér. Meðbræðrum sínum, þjóðsitini, hugsjónum sínum. Æðsta lífshvötin varð sú eina að auðga sjálfa sig og njóta lífsins. Því hefir nú haustmyrkur sjálfselsku og munaðargirnis, léttúðar og andvara- leysis sveipað sér utanum þjóð vora á allflestum sviðum. Og hvað er þá fyrir stafni: Nótt og dauði? Eða afturelding! Ef ungm.félagar þeir, sem nú eru fulltíða menn víðsvegar um land, hefðu allir haldið æsku hugsjónum sínum hátt, verið þeim trú ir, : látiö aldrei fánann falla.« Þá hefði óef- aðverið bjartara yfir þjóðlífi'voru nú! Þá hefðutn vér nú átt efnilega menn á ölium sviðum þjóðlífs vors, færa og fúsa til starfa á þeim grundvelli, sem nú er eini viðreisnar og framtíöarvegur þjóðar vorrar: Hreinni og þróttmikilli þj óð ernisvakn- ing, með öflugri trú á hlutverki voru með- al þjóðanna, heitri ást til lands og þjóð- ar, þeirri ættjarðarást, sem veitir eld- móö, framsóknarhug og fórnfýsi og gæðir þjóðirnar sköpunarmætti á erfiðum tíma- mótum! Ungmennafélögin voru á fyrstu árutn sínum fegursti vorgróður þjóðlífs vors! Og maður hafði fylstu ástæðu til að ætla, að þau myndu lifa af vorhretin og nætur- frostin. Ahugi þeirra var eldheitur óg hreinn eins og gull. Störfin margbreytt og mikil, og virtist sumum þau um of. Ungmennafélagarnir sjálfir hafa að líkind- um eigi skilið til fulls mikilleik starfs síns og áhuga: Hin fjölbreyttu störf ungm.félaganna og einstaklinga þeirra voru vorhvatir fjalla- lækir í leysingum, er allir stefndu og streymdu að sama markinu: Hinni vold- ugu og djúpu elfi þjóðlífs vors er hiklaust og ákveðið hraðaði för sinni til framtíðarland- sins mikla: Endurfæðing íslensks þjóð- ernis í og með æskunni! Hvað hefir nú orðið um alla þessa sól- björtu, vorhvötu æskustrauma Islands! Hafa þeir þornað á miðri leið, feykst í

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.