Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1921, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.10.1921, Blaðsíða 4
32 SKINFAXI félagsmál voru rædd af mestum eldmóði. Tímarnir hafa breyzt og við hljótum að breytast með. Nýir straumar berast að utan úr heimi. Nýjar hugsjónir fæðast og þroskast og breytast í veruleika. Nýjar leiðir opnast inn á framtíðarlandiö, greið- færari og glæsilegri. Fyrir þessu þurfum við ungmennafélagar að hafa glögt auga. Við þurfum að vera fljótir að velja rétta leið að settu marki. Við þurfum að vera öruggir til framkvæmda. Hvort sem þú ert karl eða kona, öld- ungur eða barn, þá verður þú að vita hvað þú vilt, og eg veit að þú vilt góðu máli vel, vilt það vegna lands og lýðs og alls mannkynsins, vilt það vegna réttlætis- tilfinningar þinnar sem þú hlaust í vöggu- gjöf. Þessvegna er það ósk mín og von, að sem flestir biðji Skinfaxa fyrir eitthvað gott og fagurt sem þeim hefir dottið í hug. Biðjií) hann fyrir fréttir af félaginu ykkar, það eykur fjör í félagsskapnum og ýtir undir þá áhugaminni — og ef þið getið notað sambandsstjórnina til einhvers, þá blessuð gerið þið það, því henni er ljúft að leysa hvert það verk af hendi sem hún getur fyrir U. M. F. I. - M. S. Lögeggjan. Mörgum mun virðast svo, að sambands- stjóri og ritstjóri hafi orðið harla samhent- ir í því að fárast um deyfð og áhugaleysi ungm.félaga í þessu tölubl. Skinfaxa og er því eigi að neita. Vissi þó hvorugur af öðrum, er greinar þessar voru ritaðar. Ættu þá ádrepur þessar að bera þess vott, að áhugi og eldmóður í starfi ungm.- félaganna sé oss báðum alvarlegt á- hugamál. Og því miður er of mikið talað úr öllum áttum um áhugaleysi í félagskap vorum! Viljum vér gjarnan stuðla að því af öllum mætti, að því ámæli verði hnekt hið bráðasta. Bregðist »vor- menn Islands« vonum vorum, þá visna því miður margar fegurstu vonir mínar um framtíð þjóðar minnar og þinnar! Væntum vér því að þessi »lögeggjan« okkar sambandsstjóra verði ykkur til hvatn- ingar og hugarörfunar, en eigi til gremju! Ritstj. »Dagskrá« ritstjóra. Fram eftir vetrinum mun »Skinfaxi« leitast við að flytja greinar og smápistla um jákvæð efni, er orðið gætu til beinna leið- beininga í starfi félaganna í vetur og til undirbúnings undir ókominn tíma t. d. næsta sumar. Skal hér aðeins drepið laus- lega á örfá atriði: 1. Söngur í ungm.félögum. Er mörgu ábótavant í þeim efnum, og þó fátt sem glæðir og gleður meira en góður söngur. Ættu félögin á vetrum að iðka söng eftir föngum og búa sig undir sumarmót- in (»íþróttamótin■<) eftir vissum reglum og samtökum. Verður vikið nánar að þessu. 2. Sumarmót eða Ungmennamót. Ekki »íþróttamót« eingöngu. Fróðlegt efni og víðtækt. 3. H a n d b ó k ungmennafélaga. Sam- bandsritari ungm.félaganna norsku hefir samið stóra og rækilega Handbók handa félögunum. Er þar tekiö með nær alt það sem að góðu félagsstarfi lýtur. Þar eru leiðbeiningar um öll veruleg félags- störf, dagskrár fjölbreyttar mjög, leiðbein- ingar um íþróttir og aðrar »fagrar listir« t. d. lestur (»upplestur«), málsnild, leik- list (í félögum) o. m. fl. Mun »Skinfaxi« smá saman flytja sýnis- horn og smákafla úr bók þessari. 4. Sumaríþróttir og útileikar sem vel eiga við í sveit. Skortir þar all mjög leiðbeiningar. Til þessa hafa íþróttir vor- ar aðallega verið með borga-sniði, eins og eðlilegt er, þar sem þær nær eingöngu hafa verið stundaðar í kaupstöðum. En til er fjöldi íþróttaleika sem sérstaklega eiga vel við í sveit, auðlærðir tilsagnarlítið. Prentsmiðjan Acta — 1921.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.