Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1921, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.10.1921, Blaðsíða 3
SKINFAXI 3i Jens Jónsson úr ungmennafél. Bolungar- víkur. Knattspyrna. Tvö félög keptu Hörður og ísfirðingur bæði af ísafirði Hörður vann I : O. 50 m. suntl hluttakendur 2; verðl. Ól. Guðmundson úr. U. M. F. Arvakur. 100 m. sund hluttakendur þeir sömu og sá sami fljótari, enginn verðl. Verðlaun voru silfurpeningar, og aðeins veitt ein verðlaun, nema í glímunni tvenn. Hluttakan má heita ágæt þegar tekið er tillit til allra örðugleika Af þeim 6 tél. sem tóku þátt í mótinu hafði U. M. F. Árvakur flesta vinninga. Fetta er fyrsta almenna mótið sem B. U. V. gengst fyr- ir. Vonandi fellur aldrei ár úr, og hluttak- endum fjölgi ár frá ári. N. Molar. Deyfð. Margir sem eg hef tal af, segja mér þau sömu tíðindi, að ungmennafélags- skapurinn sé í afturför. Hvernig getur staðið á þessu? Er ekki nóg að starfa? Jú. En, vantar þá starfskrafta? Nei. En, það vantar áhuga. Ungmennafél. eru og eiga að vera hug- ræktarfélög, og sannarlega er þeirra þörf. En það tjáir ekki að æðrast og fella þunga dóma. Það eina sem dugar, er að starfa; starfa undir drep. »Maður, þér ei ætlað er, rósar að lifa lífi«. Það kemur öllum saman um að margt fari ver en skyldi, mörg glappaskot eru gerð, bæði af æðri og lægri. Jafnvel menn sem taldir eru fyrir félagsskap, sem vel- megun og farsæld alþjóðar er undir kom- in, bregðast trausti góðra manna. Það vant- ar þroska, vilja og þekkingu. Ef til vill veit ekki þjóðin sjálf hvað hún er að gera. Hamingjan gefi að eldmóður landsins bestu manna fyr og síðar, megi endur- vakna með þjóð vorri. Hamingjan gefi að ungmennafélögin vaxi og dafni, í því sem er gott og háleitt! Konur og karlar! Leggið hönd á plóginn, komið með og starfið til heilla fyrir land og lýð. Enginn má liggja á liði sínu. »Hrind- um svefni afhvarmi! Hratt að verki snjallir!« Svo hvað Helgi og enn þá þyrfti að kveða það svo hátt og hvelt, að enginn gæti sofið meðan dagur er. Skógræktarmál. Eg átti tal við lierra Kofoed Hansen skógræktarstjóra um friðun skógarleifa í Leyningshólum, gaf hann mér þær upplýsingar, að skógurinn hefði ver- ið girtur fyrir löngu síðan, ef fé hefði verið fyrir hendi til þess, en styrkur úr lands- sjóði til skógræktar er ekki svo ríflegur að hægt sé að gera það bráðnauðsynleg- asta; vonandi rætist fram úr því bráðlega. Blaðið. Eitt af því sem er bráðnauðsyn- legt, er að blaðið geti komið reglulega út, en það getur það ekki nema menn standi í skilum. Eins og bent var á í 5 tölublaði verður leitað liðs hjá félögun- um og einstökum dugnaðarmönnum, en auðvitað eru Skinfaxa þau blaðgjöld kær- ust sem ekki þarf að »rukka inn«. Eins og menn sjá af þinggerðinni var samþykt að hækka blaðgjaldið. Þetta hefði þurft að vera búið fyrir löngu síðan og þetta hafa öll blöð gert, þessvegna er þess vænst að menn taki hækkuninni ekki illa. Nýir kaupentlur Skinfaxa fá V. árg. inn- heftan í kaupbæti. Afgr. kaupir háu verði I. og III. árg. Skinfaxa og VII. árg. I,-—3. tbl. Félagsmál. Nú um nokkurt skeið hefir Skinfaxi varið litlu rúmi til þess að ræða hin einstöku félagsmál. Mér finst þetta hafa stungið í augum, og eg hefi kunnað illa við það. Eg held að þetta hafi komið af því meðal annars að blaðinu hafi bor- ist lítið af fréttum og ritgerðum um málin. Ef við viljum að ungmennafélagsskap- urinn lifi góðu lífi, þá þurfum við að hefjast handa Og ræða mál okkar ítarlega. Margt hefir breyzt frá þeim tímutn, þegar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.