Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1921, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.10.1921, Blaðsíða 2
30 SKINFAXI Skinfaxi Mdnaðarrit U. M. F. í. Verð 2 krónur. — Gjalddagi fyrir 1. júlí. Ritstjóri: Helgi Valtýsson, Pósthólf 533 Afgreiösla og innheimta — 516 loft upp af hamrastöllum í alviðru and- varaleysis og áhugaskorts? Án öflugrar þjóðernisvakningar á íslenska þjóðin enga sæmilega framtíð fyrir höndum. Enginn »renessance« (endur- fæðing) með neinni þjóð án þjóðernisvakn- ingar! Hér þarf að kveða niður allan þennan þjóðrembingsgorgeir með þjóð vorri sem því miður hreykir sér all hátt alt of víða. Hann á alls ekkert skylt við hreina þjóðernisvakning. Hún er fólgin í þeim djúpstreymisáhrifum, er ræktun bestu þjóð- kosta vorra og eiginleika í oss sjálfum hefir í för með sér. I sjálfstæðri ísl. menn- ing og framförum á þjóðlegum grundvelli. I andlegu sjálfstæði þjóðinnar! A þann hátt einan verður þjóð vorri auðið á ný að marka ómáanleg spor í menningarsögu þjóðanna. Þetta er eina leiðin til framtíðarlandsins! Enginn féla^sskapur, hversu þjóðnýtur sem hann er í sjálfu sér t. d. stjórnmálafélög. samvinnufélög, búnaðarfélög, jafnaðar- menska o. s. frv. nær þessu takmarki án öflugar þjóðernisvakningar! Hún er undir- staða allra sannra þjóöþrifa! Hér er verksvið ungmennafélaganna nú sem áður fyrri. Þau eru eigi íþróttafélög, skógræktar,- heimilisiðnaðar,- eða skemti- félög eingöngu. Þau eru mikk meira en alt þetta! Þau eiga nú sem áður að vekja og glæða áhuga og starfsþrá æsku- lýðsins í góðum og göfgandi félagsskap á þjóðlegum grundvelli. Þákoma, sjálfkrafa öll þau hin ljölbreyttu störf, sem æskulýð mega gleðja og gagna. Ungmennafélagar! Eigum við ekki á ný að taka höndum saman og lofa hver öðr- um að stefna drengilega að þessu tak- marki! Eigum við ekki að strengja þess heit að mætast mannsterkir á Hofmanna- flöt þjóðar vorrar að 5 árum liðnum! Og halda þá framtíðarhamingju Islands í hönd- um vorum! Það er verkefni »Skinfaxa« m. a. að leiðbeina ungmennafélögunum að þessu takmarki. íþróttamót Bandalags Ungmennafélaga Vestfjarða. Sunnudaginn 7. ágúst síðastliðinn var háð íþróttamót á Isafirði að tilhlutun B. U. V. Veður var hið versta aðeins 4 stiga hiti. Kl. 11. f. h. setti, hr. kennari Björn Guðmundsson mótið með snjallri ræðu, að því loknu var kept sem hér segir. Langstökk hluttakendur 3; verðl. Júlíus Rósinkranz úr íþróttafél. Kári. 100 m. hiaup hluttakendur 4; verðlaun Elías Halldórsson úr U. M. F. Árvakur. 500 m. hlaup hluttakendur 2; verðl. Jón Leóson, sama félag. 1000 m. hlaup hluttakendur 3; verðl. 01. Magnússon úr sama félagi. Þá var 1 kl. tíma hlé, síðan ræða fyrir minni Islands hr. kennari B. Guöm. Leikfimissýning 9 manna flokkur úr U. M. F. Árvakur, undir stjórn G. Andrew. ' Hástökk hluttakendur 4; verðl. Guðm. Breiðdal úr íþróttafél. Kári. Stangarstökk hluttakendur 4; verðlaun Leó G. Böðvarsson úr íþróttafél. Höfrung- ur. Spjótkast hluttakendur 3; verðl. Óskar Þórðarsson úr íþróttafél. Höfrungur. Kringlukast hluttakendur 4; verðl. sami. (slensk glíma hluttakendur 3; 1. verðl.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.