Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1921, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.12.1921, Blaðsíða 1
Söngur. I síðasta blaði var drepið á, að »Skin- faxi« ætlaði sér að ræða lítið eitt um söng í ungm.félögunum. Að þessu sinni ætlar hann aðeins að drepa á söng alment með fáeinum öðrum. Söngur er einkenni æsku og lífsgleði. Þá er söngurinn hjörtunum það sama sem sólin vorblómunum. Sönglaus sveit er eins og fuglalaus skógur. Þagni söngurinn á heimilunum, deyr sumargleðin bráðlega í sveitunum! Svíar eru talin söngþjóð mikil. Þó þykir bestu mönnum þeirra alt of lítið sungið þar í landi. Lýðháskólastjóri Malin Holmström ingers segir meðal annars í formála fyrir hinni ágætu söngbók »Den svenska sángen«. »— — Svíar Lata smámsaman vakn- að til æ meiri meðvitundar í þjóðlífi sínu og hefir það komið í ljós á mörgum svið- um, bæði trúarbragðalega og siðferðislega, þjóðræknslega og á lýriskan hátt. Hug- sjónir þær og kendir sem draga mennina saman og þeir fylkja sér um, vilja ryðja sér til rúms, og alþýðlegur söngur er þeim dásamlegu eiginleikum gæddur að hann endurvekur hjá þeinr sem syngja, hugs- anir þær og geðblæ, sem söngurinn á að birta. Þaö er þó eigi alment enn þá, að vér Svíar áræðurn að láta söngva vora safna oss saman og lyfta oss. Að undan- skildum trúarbragðafélögum, ýmsum hug- sjónafélögum, og þar sem Lýðháskólarnir hafa náð tökum, er sænskur söngur þagn- aður að kalla má. Og þannig mun það verða, uns vér á ný setjum hinn óbrotna einraddaða söng í hásætið, sérstaklega á heimilunum, til þess að glæða þar og auka gleði, ánægju og létta og mýkja sorgir og áhyggjur.« Smá pistill þessi var skrifaður í fyrra mánuði og ætlaður síðasta tölubl., og hafði eg þá hugsað mér að skrifa ítarlegar seinna um söng í ungm.fél. og hvernig þeim störf- urn yrði bes’t hagað þannig, að þau kæmu að sem bestum notum, svo söngurinn yrði félögunum sá líf- og gleðigjafi sem hann á að vera og getur hœglega orðið. Þareð nú er þröngt mjög um bekki í »Skinfaxa« og með öllu óráðið, hvernig samvistum vorum (3; blaðsins og mín) verður háttað á nýja árinu, ætla eg í ör- fáum orðum að drepa lauslega á aðal- atriðin og benda i áttina: Ungmannafélagar! Iðkið söng af kappi, bæði á fundum og annarsstaðar. Syngið mikið cviraddað, svo allir geti verið með, og gætið þess að svo sé! Síðan geta bestu söngmennirnir haldið lengra áleiðis. Og svo að lokum: Búið ykkur undir sumarmótin á þann hátt, að hvert félag, sem söngfiokk hefir, æfi sig i því skyni að geta sungið þar til almennrar skemtun- ar! Og auk þess ættu öll félög í »sam- bandi« því, er sumarmót heldur, að æfa fáein (3—5) ákveðin l'óg eftir s'ómu s'óng- bók, og mætti þá halda samsöng margra félaga á sumarmótinu, undir stjórn dug- legs söngstjóra! Myndi það verða mikil

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.